Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kaffitár styrkir fórnarlömb flóðanna í Asíu
Föstudagur 14. janúar 2005 kl. 13:02

Kaffitár styrkir fórnarlömb flóðanna í Asíu

Kaffitár hefur áveðið að taka þátt í að styrkja þá sem eiga um sárt að binda eftir að flóðbylgjan reið fyrir Suðaustur Asíu á annan í jólum. Að sögn Aðalheiðar Héðinsdóttur framkvæmdastjóra Kaffitárs tekur fyrirtækið þátt í söfnuninni á tvenns konar hátt.
„Um 12 ára skeið hefur Kaffitár selt kaffi frá Aceh héraði á eyjunni Súmötru. Okkur finnst málið skylt og ákváðum þess vegna að taka þátt í söfnuninni með því að leggja alla sölu af kaffinu Súmatra í söfnunina. Kaffipokann seljum við á 700 krónur og fer allur peningurinn í söfnunina,“ segir Aðalheiður en á starfsmannafundi í vikunni ákvað starfsfólk fyrirtækisins að taka þátt í söfnuninni á laugardag. „Það var ákveðið að öll innkoma á kaffihús Kaffitárs muni fara í söfnunina. Við rekum kaffihús í Kringlunni, Bankastræti, Leifsstöð og hér í Keflavík. Starfsfólkið mun gefa vinnu sína og það vilja allir taka þátt. Starfsfólkið sem vinnur í kaffibrennslunni hér suðurfrá ætlar að koma inn í Kringlu á laugardag og kynna Súmötru kaffið,“ sagði Aðalheiður í samtali við Víkurfréttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024