Kaffitár kynnir kaffibjórinn Pelé
Kaffitár hefur hafið sölu á fyrsta íslenska kaffibjórnum og er hann nefndur eftir fótboltahetjunni Pelé. Bjórinn er bruggaður í Ölvisholit og verður seldur á þeim kaffihúsum Kaffitárs sem hafa áfengisleyfi en þau eru í Leifsstöð og á Höfðatorgi.
Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, lýsir bjórnum sem frekar dökkum, honum svipi til annarra maltbjóra en líkist samt ekki Guinnes eða öðrum álíka. Í grunninn sé hann gerður úr Móra, bjórnum frá Ölvirsholti, en kaffið gefi honum bragð án þess að vera yfirgnæfandi, segir Aðalheiður í samtali við MBL.
Kaffitár fagnar 20 ára afmæli sínu um þessar mundir og er viðhafnarútgáfan af kaffibjórnum í tilefni þess.