Kaffihúsamessa í Kirkjulundi í dag
Síðasti dagur Kaffihátíðar í Reykjanesbæ er í dag og verður sérstök kaffihúsamessa haldin í Kirkjulundi í dag klukkan 15. Þrátt fyrir vont veður í gær létu fjölmargir sjá sig í verslunum í Reykjanesbæ og í húsakynnum Kaffitárs þar sem meðal annars var kaffismökkun. Einnig var gestum boðið upp á skoðunarferð um húsakynni Kaffitárs og þeir fræddir um kaffibrennslu og kaffimenningu. Í gærkvöldi voru haldnir tónleikar í Kaffitári þar sem Birta Rós Sigurjónsdóttir og félagar héldu tónleika með áherslu á lög frá Suður Ameríku og Brasilíu. Boðið var upp á kaffikokteila og skemmtilega kaffidrykki á meðan á tónleikunum stóð.
Myndin: Aðalheiður Héðinsdóttir fræðir gesti um kaffibrennslu. VF-ljósmynd/Héðinn Eiríksson.