Kaffihús á Glóðinni til styrktar Velferðarsjóði Suðurnesja
Á mánudögum og þriðjudögum frá 24. nóvember til 16. desember milli kl. 14 og 18 standa kærleiksríkar konur að rekstri kaffihúss á Glóðinni, Hafnargötu 62 í Keflavík, þar sem allur ágóði rennur í Velferðarsjóð Suðurnesja.
Boðið verður uppá kaffihlaðborð með frjálsum framlögum, þó að lágmarki kr. 200.- á mann. Greiðslan fer í söfnunarkassa sem síðan verður afhentur Velferðarsjóði Suðurnesja eftir 16. desember.