Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kaffi DUUS stækkar
Sunnudagur 11. febrúar 2007 kl. 18:06

Kaffi DUUS stækkar

Kaffi DUUS mun taka miklum breytingum á næstu vikum. Nú standa yfir framkvæmdir við umtalsverða stækkun þessa vinsæla veitingahúss við smábátahöfnina í Gróf í Keflavík.

Stækkun Kaffi DUUS mun meðal annars tengjast DUUShúsum þar sem nú er m.a. rekið Listasafn Reykjanesbæjar og bátasafn Gríms Karlssonar.

Meðfylgjandi mynd var tekin yfir helgi en þá var búið að reisa burðarvirki fyrir þak hússins.

VF-mynd: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024