Kafbátur sækir vistir til Keflavíkur
Bandarískur kjarnorkuknúinn kafbátur er í þjónustuheimsókn við landið í dag. Kafbáturinn fór fyrir Garðskaga um kl. 09 í morgun og var út af Keflavíkurhöfn um klukkustund síðar.
Kafbáturinn USS Indiana er að sækja vistir og þá fara fram áhafnaskipti. Hann er þjónustaður frá þjónustubátnum Voninni GK sem Köfunarþjónusta Sigurðar Stefánssonar gerir út. Varðskipið Freyja fylgir kafbátnum á Faxaflóa.
Meðfylgjandi myndir voru teknar frá Vatnsnesi í Keflavík nú í morgun af kafbátnum og umstanginu í kringum hann.