Kafbátur á ferð við Suðurnes
Kafbátar eru sjaldséðir við Íslandsstrendur en í dag er einn slíkur á ferð í fylgd Þórs, varðskips Landhelgisgæslunnar. Kafbáturinn liggur þessa stundina fyrir utan Helguvíkurhöfn og er Magni, hafnsögubátur Faxaflóahafna, að þjónusta hann skammt frá landi.
Heimsókn kafbátsins tengist að öllum líkindum áætlunum um að reisa allt að 390 metra langan viðlegukant í Helguvík fyrir herskip á vegum Atlantshafsbandalagsins, NATO.
Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var á ferðinni með myndavélina og náði meðfylgjandi myndum sem eru í myndasafni neðst á síðunni.