Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kafbátaæfing vestur af Garðskaga
Fimmtudagur 22. ágúst 2002 kl. 15:06

Kafbátaæfing vestur af Garðskaga

Árleg kafbátavarnaræfing varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli verður haldin vestur af landinu dagana 23. ágúst til 9. september nk. Auk flugvéla varnarliðsins og 6 annarra ríkja Atlantshafsbandalagsins taka fjögur bandarísk og eitt danskt herskip ásamt norskum kafbáti þátt í æfingunni sem miðar að samræmingu aðgerða bandalagsþjóðanna á þessu sérhæfða sviði.Æfingin er umfangsmesta kafbátavarnaræfing á Norður-Atlantshafi og munu alls um 1500 manns frá níu þjóðum reyna færni sína við leit og varnir gegn dísliknúnum kafbátum og prófa nýjar baráttuaðferðir sem jafnan eru í þróun. Stjórn æfingarinnar er í aðalstöðvum varnarliðsins og munu kafbátaleitarflugvélarnar gerðar út frá Keflavíkurflugvelli á meðan á æfingunni stendur.
Kafbátaleit og varnir gegn kafbátum krefjast mikillar sérhæfingar og færni sem tapast fljótt án viðeigandi þjálfunar. Samhæfing aðgerða leitarskipa, flugvéla og kafbáta er lykillinn að árangri ásamt þekkingu á ástandi sjávar við mismunandi aðstæður. Það er ætlan stjórnenda æfingarinnar að hún efli færni og samhæfingu kafbátavarnarsveita Atlantshafsbandalagsríkjanna svo þær megi sinna starfi sínu á árangursríkan hátt ef til þeirra yrði að leita.
Bandarísku tundurspillarnir Porter og Arleigh Burke ásamt bandarísku og dönsku freigátunum Carr og Vædderen og norska kafbátnum Utsira munu koma til hafnar í Reykjavík áður en æfingin hefst, en auk þeirra tekur bandaríska hljóðsjárskipið Loyal þátt i æfingunni, segir í frétt á Vísi.is í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024