Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 17. febrúar 2002 kl. 15:56

Kafari fluttur á sjúkrahús af björgunaræfingu

Kafari sem tók þátt í björgunaræfingu í Keflavíkurhöfn í hádeginu var fluttur á sjúkrahús Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja til skoðunar. Kafarinn var að byrja leitaræfingu í höfninni ásamt félögum sínum þegar honum varð þungt fyrir brjósti.Hann kom þegar upp á yfirborðið og var hjálpað af félögum sínum upp í slöngubát og fór síðan sjálfur upp á bryggju.
Ekkert alvarlegt henti manninn og hélt æfingin áfram. Þarna voru saman komnar björgunarsveitir Slysavarnafélagisns Landsbjargar í Sandgerði, Grindavík og frá höfuðborgarsvæðinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024