Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sunnudagur 30. apríl 2000 kl. 20:52

Kafari fannst látinn í Kleifarvatni

Kafari fannst látinn í Kleifarvatni rétt eftir klukkan þrjú í dag. Kafarar úr Reykjavík fundu manninn, sem var 39 ára og búsettur í Reykjanesbæ. Hann fannst um 45 metra frá landi. Björgunarsveitir, þyrla Landhelgisgæslunnar og kafarar leituðu mannsins frá hádegi í dag. Slysið átti sér stað er tveir menn voru við köfunaræfingar í vatninu í morgun. Þeir urðu viðskila í vatninu og kom aðeins annar þeirra upp. Hann reyndi síðan að leita félaga síns, en án árangurs. Boð um slysið bárust til Neyðarlínunnar klukkan 12:18 í dag samkvæmt Morgunblaðinu á Netinu. Björgunarsveitir, kafarar og þyrla Landhelgisgæslunar fóru strax á vettvang. Kleifarvatn liggur á milli Sveifluháls og Vatnshlíðar sunnan við Hafnarfjörð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Hafnarfirði var maðurinn úrskurðaður látinn eftir að komið var með hann á slysadeild rétt fyrir kl. fjögur í dag. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024