Kærur vegna skoðunarleysis
Síðustu daga hefur Lögreglan í Keflavík kært þó nokkra bifreiðaeigendur þar sem þeir höfðu ekki fært bifreiðir sínar til skoðunar. Í dagbók lögreglunnar kemur einnig fram að í gær hafi fjórir ökumenn verið kærðir fyrir hraðakstur, en sá sem hraðast ók var á 121 km hraða á Garðvegi þar sem hámarkshraði er 90 km. Tveir ökumenn voru einnig kærðir fyrir að aka án þess að endurnýja ökuskírteini sín og skráningarnúmer voru tekin af einni bifreið vegna vangreiðslu tryggingagjalda.