KÆRULAUSIR EIGENDUR BJÓÐA Í ÖKUFERÐIR
Þrjár bifreiðar voru teknar ófrjálsri hendi í Keflvík aðfararnótt 16. mars sl. Ekki gerðu eigendur bifreiðanna þjófunum erfitt fyrir því lyklarnir voru í öllum tilfellum í bifreiðunum. Sem betur fundust bifreiðarnar óskemmdar en þjófnaðirnir eru óupplýstir. Sjálfsagt er að benda eigendum bifreiðanna á að skilja þær eftir í gangi næst svo þrjótunum verði ekki kalt fingrunum á meðan þeir eru að stela þeim. Eigendur bifreiða almennt ættu þó að gæta betur að eignunum og hafa í huga að ástand þeirra sem þessa iðju stunda er oftsinnis ekki til fyrirmyndar og þykir blm. óaðlaðandi möguleikinn á að „lána“ ölvuðum eða réttindalausum ökumönnum bifreiðina með þessum hætti og verða mögulega óbeint valdur að umferðarslysi, örkuml og eignatjóni samborgaranna.