Kæru vegna deiliskipulags hafnað
Úrskurðarnefnd skipulags- og bygginarmála úrskurðaði þann 4. október sl. vegna kæru húseigenda að Hafnargötu 18 í Keflavík á ákvörðun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar frá 19. mars 2002 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi reita 9 og 14 á svæði A í Reykjanesbæ.Samkvæt úrskurðinum skulu breytingar á umræddu deiliskipulagi standa óraskaðar að öðru leyti en því að felld er úr gildi ákvörðun um kvöð um umferð og felld er úr gildi staðfesting bæjarráðs á ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar frá 7. mars sl. um að synja umsókn kærenda um leyfi til að breyta notkun 1. hæðar Hafnargötu 20 úr verslunarrými í íbúð.