Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kærkomin væta á Suðurnesjum
Sunnudagur 1. júlí 2012 kl. 15:51

Kærkomin væta á Suðurnesjum

Gróður á Suðurnesjum var farinn að hrópa á vatn og því er sú væta sem nú fellur í formi skúra kærkomin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Júnímánuður var mjög þurr og steikjandi sólin hefur m.a. orðið til þess að gras er víða orðið gult og jafnvel orðið að sinu. Það er kannski áhyggjuefni að í dag og næstu tvo sólarhringa er aðeins gert ráð fyrir samtals 7 mm úrkomu á veðurstöðinni Keflavíkurflugvelli. Það þarf meiri vætu en það til að blása lífi í þurran gróðurinn.

Meðfylgjandi myndir voru teknar rétt í þessu í Reykjanesbæ en þar hefur ekki mikil væta fallið til jarðar enn sem komið er. VF-myndir: Hilmar Bragi