Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kærður fyrir líkamsárás á dreng í Keflavík - málið vekur óhug
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 2. mars 2023 kl. 10:03

Kærður fyrir líkamsárás á dreng í Keflavík - málið vekur óhug

Sextugur karlmaður í Keflavík hefur verið kærður fyrir frelsissviptingu og líkamsárás á dreng á tólfta ári. Foreldrar drengsins hafa kært manninn til lögreglu fyrir frelsissviptingu, líkamsárás og brot á barnaverndarlögum. Málið hefur vakið mikinn óhug í bæjarfélaginu en maðurinn á að baki dóm fyrir sambærilegt brot árið 2007 þegar hann réðist á 17 ára dreng og nam hann á brott í bíl sínum. Sama ár réðist hann á 15 ára dreng.

Atvikið varð á sunnudagskvöld en drengurinn og tveir vinir hans gerðu dyraat hjá manninum sem síðar um kvöldið sat fyrir þeim, veittist að þeim, náði einum þeirra og dróg hann inn á heimili sitt og læsti hann inni. Þar á maðurinn að hafa legið ofan á drengnum í um tíu mínútur og neitað að sleppa honum. Faðir eins drengjanna braut þá rúðu á útihurð mannsins og komst þannig inn og náði drengnum út. Drengurinn hlaut áverka við árás mannsins en annar vina hans hlaut einnig áverka í árás mannsins á sunnudagskvöld. Að sögn fjölskyldumeðlima drengsins var hann í áfalli eftir árásina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögreglan var kölluð til á sunnudagskvöld og færði hún manninn til yfirheyrslu. Málið er nú til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurnesjum.

Maðurinn sem um ræðir fékk tveggja ára skilorðsbundinn dóm fyrir árásina á 15 ára dreng í janúar 2007 en drengurinn kastaði skoteld inn á lóð mannsins. Málið fór alla leið í hæstarétt. Þar var maðurinn dæmdur fyrir frelsissviptingu, líkamsárás og borgaralega handtöku. Þar segir í niðurlagi dómsins:

Telur dómurinn því sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum vafa, komna fram fyrir því ákærði hafi þriðjudaginn 2. janúar 2007 veist með ofbeldi að A skammt frá heimili sínu, fellt drenginn og þrýst andliti hans í jörðina, tekið í hálsmál hans svo að hertist, dregið hann að bifreið sinni og fleygt honum inn í hana og ekið bifreiðinni af stað og haldið þá áfram um hálsmál drengsins og ekið að lögreglustöðinni í Keflavík.“