Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Kærður fyrir að kasta þvagi á gangstétt
Sunnudagur 11. september 2005 kl. 16:37

Kærður fyrir að kasta þvagi á gangstétt

Skömmu fyrir miðnættið í gær veitti lögreglan því athygli þar sem maður var að kasta af sér vatni á miðri gangstétt við fjölfarna götu í Grindavík. Er lögreglan gerði athugasemd við hann um hátternið, þótti honum þetta ekki athugavert. Hann kvaðst hafa drukkið nokkra bjóra og þyrfti að losa sig við þá. Maðurinn verður kærður fyrir brot á Lögreglusamþykkt Grindavíkurkaupstaðar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024