Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kærðu fjársvik á Facebook
Föstudagur 24. janúar 2014 kl. 16:00

Kærðu fjársvik á Facebook

Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gærdag kæra vegna meintra fjársvika á Facebook. Kærandi kvaðst hafa keypt skó af nafngreindum einstaklingi og lagt peninga inn á reikning hans gegn því að þeir yrðu sendir. Skórnir hefðu hins vegar aldrei borist og „seljandinn“ væri búinn að loka Facebooksíðu sinni. Ekki næðist í hann með nokkru móti.

Kærandinn tjáði lögreglu ennfremur að viðkomandi einstaklingur hefði stundað að selja sömu vörurnar ítrekað og haft með því peninga af fólki. Nú væri vitað um að minnsta kosti einn aðila til viðbótar, sem keypt hefði sömu skóna, greitt fyrir þá, en aldrei fengið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lögregla beinir þeim tilmælum til fólks að fara varlega í sakirnar þegar um er að ræða netviðskipti af þessum toga, í ljósi þeirrar umræðu sem upp hefur komið öðru hvoru.