Kærðir fyrir of hraðan akstur
Nokkrir ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 151 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. Fáeinir voru svo teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur, þar á meðal einn sem var án ökuréttinda.