Kærðir fyrir hraðakstur
Nokkrir ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Einn þeirra reyndist aka sviptur ökuréttindum. Sá sem hraðast ók mældist á 107 km hraða þar sem hámarkshraði er 70 km á klukkustund.
Þá voru skráningarmerki fjarlægð af fjórum bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar og einn ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Þá voru skráningarmerki fjarlægð af fjórum bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar og einn ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.