Kærði útgáfu starfsleyfis vegna ófullnægjandi mengunarvarna
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja greinir frá því á vefsíðu sinni að búið sé að úrskurða vegna stjórnsýslukæru á hendur Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja vegna útgáfu starfsleyfis handa Nesbúi ehf. þann 11. september 2001 en Skarphéðinn Einarsson, Efri-Brunnastöðum í Vatnsleyustrandahrepp lagði fram kæruna og hefur umhverfisráðuneytið úrskurðað að starfsleyfið skuli óbreytt standa.I. Hin kærða ákvörðun og málsatvik
Þann 11. september 2001 gaf heilbrigðisnefnd Suðurnesja út starfsleyfi fyrir eggjabúið Nesbú ehf. á Vatnsleysuströnd. Starfsleyfið gildir til fjögurra ára. Að Nesbúi á Vatnsleysuströnd hefur undanfarin ár verið starfrækt eggjabú. Árið 2000 var byggt nýtt fuglahús fyrir um 15.000 fugla til viðbótar við fjögur hús sem fyrir voru og rúmuðu um 43-45.000 fugla.
Drög að starfsleyfi Nesbús ehf. voru auglýst í Suðurnesjafréttum þann 3. janúar 2001 og sendi kærandi athugasemdir við starfsleyfið til heilbrigðisnefndar Suðurnesja þann 17. janúar 2001. Á fundi nefndarinnar þann 27. febrúar 2001 var veitingu starfsleyfisins frestað þar til áætlun um úrbætur við haughúsvagna og samningur um meðhöndlun lægi fyrir. Þann 5. maí 2001 gerði Nesbú ehf. samning við Gröfuþjónustu Walter Lesley um losun og dreifingu á búfjárúrgangi frá Nesbúi ehf. Jafnframt lá þá fyrir áætlun fyrirtækisins um úrbætur í samræmi við kröfur heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.
Á fundi heilbrigðisnefndarinnar þann 11. september 2001, þegar ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins var tekin, var jafnframt bókað eftirfarandi:
„Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja gerir grein fyrir stöðu mála við eggjabúið Nesbú á Vatnsleysuströnd. Samkvæmt áætlun fyrirtækisins átti úrbótum að vera lokið þann 1. september s.l. Í bréfi dagsettu 29. ágúst er óskað eftir framlengingu á fresti til 1. desember n.k. Nefndin samþykkir framlengingu á fresti en undirstrikar að hér er um lokafrest að ræða og verður búið beitt dagsektum að upphæð 5.000 kr. verði úrbótum ekki lokið fyrir lokafrest."
Kæranda var tilkynnt með bréfi þann 21. september 2001 um ákvörðun um útgáfu starfsleyfis Nesbús ehf. Fram kemur í bréfinu að þær úrbætur sem veittur hafi verið frestur til að gera væru eftirfarandi:
„1. Steypa plön með niðurföllum við snigla til þess að auðvelda þrif og koma þannig í veg fyrir óþarfa lyktmengun frá vagnastæðum.
2. Finna affalli af heita vatninu viðunandi farveg, en í dag fer það í tjörn rétt neðan við búið.
3. Niðurföll við fóðursíló verða leidd í þró, líklega sömu þrónna og sett verður upp fyrir vagna plönin sem steypt verða (liður 1.)."
II. Kröfur og málsástæður kæranda
Kærandi gerir þá kröfu að ráðuneytið ógildi starfsleyfi Nesbús ehf. og sjái til þess að óskum um viðunandi búnað verði sinnt.
Kæran byggir á því að Heilbrigðisnefnd Suðurnesja hafi ekki tekið efnislega afstöðu til kvartana kæranda yfir ófullnægjandi geymslumáta á skít frá búinu. Að mati kæranda vantar safnþró og er núverandi tilhögun ófullnægjandi, þ.e. að safna skít í flutningatæki. Telur kærandi að eftir stækkun búsins árið 2000 hafi loftmengun stóraukist frá loftræstikerfi búsins. Að hans mati þarf búnað sem tekur loftmengun og safnþró með búnaði til geymslu og lestunar á úrgangi á vistvænan hátt.
III. Umsagnir og athugasemdir
Ráðuneytið sendi Hollustuvernd ríkisins, Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, Nesbúi ehf. og Vatnsleysustrandarhreppi kæruna til umsagnar með bréfum þann 20. nóvember 2001. Viðbótargögn voru send Hollustuvernd ríkisins, Nesbúi ehf. og Vatnsleysustrandarhreppi þann 29. nóvember 2001. Svar barst frá Hollustuvernd ríkisins þann 11. desember 2001, Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja þann 7. desember 2001, Nesbúi ehf. þann 10. desember 2001 og Vatnsleysustrandarhreppi þann 14. desember 2001.
Kæranda voru sendar framangreindar umsagnir með bréfi þann 8. janúar 2002 og honum gefinn kostur á að gera athugasemdir. Bárust svör frá kæranda með símskeytum þann 17. febrúar og 25. febrúar 2002.
Þann 22. maí 2002 fór starfsmaður ráðuneytisins og kynnti sér aðstæður að Nesbúi.
Í umsögn Hollustuverndar ríkisins segir:
„Hollustuvernd ríkisins hefur farið yfir starfsleyfið og bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, ásamt kæru Skarphéðins Einarssonar. Kæra Skarphéðins Einarssonar lýtur aðallega að þremur atriðum í starfsleyfi fyrirtækisins Nesbús ehf.
Í fyrsta lagi er kært vegna ófullnægjandi geymslumáta á skít frá búinu. Í starfsleyfinu er gerð krafa í gr. 6.4 um að hauggeymslur skuli rúma 6 mánaða safn hænsnaskíts og ennfremur er í gr. 8.1 veitt undanþága frá því sama ákvæði, vegna þess að fyrir liggi samningur við aðila með starfsleyfi til meðhöndlunar á garða- og landbúnaðarúrgangi. Hollustuvernd ríkisins telur að heilbrigðisnefnd geti veitt slíka undanþágu frá grein 6.4 í grein 8.1 ef aðili sem sækir úrganginn safnar honum í gáma sem fluttir eru í burtu þegar í stað. Ekki liggja fyrir upplýsingar hvort gámarnir séu opnir eða lokaðir á milli þess sem þeir eru sóttir.
Í öðru lagi kærir Skarphéðinn Einarsson stóraukna loftmengun frá loftræstikerfi búsins. Í starfsleyfinu stendur í gr. 5.2: „Takmarka skal loftmengun frá starfseminni eins og kostur er. Ef í ljós kemur engu að síður að loftmengun frá starfseminni veldur fólki á nærliggjandi landareignum óþægindum, þá er heilbrigðisnefnd heimilt að krefjast sérstaks mengunarvarnarbúnaðar". Hollustuvernd ríkisins telur að fram komnar kvartanir og kæra Skarphéðins Einarssonar sé nægilegar ástæður til að heilbrigðisnefnd taki til skoðunar að fyrirtækið setji upp sérstakan mengunarvarnarbúnað á loftræstikerfi búsins.
Í þriðja lagi lýtur kæran að skorti á safnþró. Í starfsleyfinu er gerð krafa um safnþró, en þar segir í gr. 6.12: „Fráveituvatn sem er mengað húsdýraáburði skal leiða í lokað haughús/safnþró eða þar til ætlaða felliþró og siturlögn". Af kæru Skarphéðins Einarssonar að dæma virðist þessum atriðum starfsleyfisins ekki hafa verið sinnt.
Í bréfi sem kæranda var sent, dags. 21. september, eru talin upp þrjú atriði sem fyrirtækið á að uppfylla fyrir 15. september, en síðar var fyrirtækinu veittur frestur til 1. desember til að koma þeim málum í lag. Ekki er á þessu stigi málsins ljóst hvort umræddar kröfur hafi verið uppfylltar, enda snýr kæra Skarphéðins Einarssonar ekki að þeim atriðum.
Hollustuvernd ríkisins bendir ennfremur á að í 2. grein starfsleyfisins eru almenn atriði, s.s. að: „starfseminni skal þannig hagað að hún valdi ekki nágrönnum eða fólki í nærliggjandi húsakynnum óþægindum vegna lyktar eða hávaða".
Hollustuvernd ríkisins telur að í starfsleyfi fuglabúsins Nesbú ehf. séu gerðar fullnægjandi kröfur um mengunarvarnir. Það er síðan heilbrigðisnefndar og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja að sjá til þess að fyrirtækið uppfylli settar kröfur, sbr. lokafrest til 1. desember 2001."
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja tekur í umsögn sinni undir með kæranda að geymsla á skít frá búinu sé ófullnægjandi. Hafi eigendur Nesbús ehf. fengið frest til úrbóta og sé búist við að viðunandi lausn verði fundin fyrir áramótin 2001-2002. Jafnframt segir í umsögninni að starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja hafi ekki staðfest lyktarmengun frá fyrirtækinu. Verði slík mengun staðfest muni embættið grípa til viðeigandi ráðstafana. Bent er á að grenndarkynning hafi farið fram vegna stækkunar búsins árið 2000. Hafi allir nágrannar búsins, þ.á m. íbúar lögbýlisins Efri-Brunnastaða skrifað undir yfirlýsingu um að þeir gerðu ekki athugasemdir við stækkunina. Samkvæmt þjóðskrá sé kærandi, Skarphéðinn Einarsson, ekki búsettur á Efri-Brunnastöðum og sé því aðkoma hans að málinu óljós. Telur Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja að framangreindir annmarkar á búnaði eggjabúsins hafi ekki verið það miklir að það réttlæti synjun um starfsleyfi.
Í umsögn Vatnsleysustrandarhrepps kemur fram að hreppsnefnd telji að endurbætur á búinu séu í góðum farvegi og að hún treysti Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja til að fylgja þeim eftir.
Nesbú ehf. vísar í umsögn sinni til greinar 8.1. í starfsleyfinu þar sem segir: „Undanþága frá grein 6.4. er heimil ef fyrir liggur samningur við aðila með starfsleyfi til meðhöndlunar á garða- og landbúnaðarúrgangi. Aðstaða til geymslu úrgangs við búið skal uppfylla kröfur Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja." Kemur fram í umsögn Nesbús ehf. að með framangreindu ákvæði hafi fyrirtækinu verið gert að ganga frá skriflegum samningi við slíkan aðila. Einnig hafi verið gerð krafa um að aðstaða fyrir vagnana við hvern losunarstað yrði bætt. Nesbú ehf. hafi undirritað samning við Gröfuþjónustu Walters Lesley sem gildi til 31. desember 2007 og kveði á um losun skíts frá búinu. Verið sé að vinna að starfsleyfi fyrir Gröfuþjónustuna. Jafnframt kemur fram í umsögninni að unnið sé að því að koma upp góðri aðstöðu við hvern losunarstað þ.e. steyptu plani með aðstöðu til þvotta og skolunar. Frárennsli frá öllum plönum verði veitt í safntank sem losaður verði reglulega. Þessar úrbætur séu gerðar í fullu samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja. Hvað loftmengun varðar þá segir í umsögninni að í kæru hafi ekki verið vísað til neinna athugana á henni. Rétt sé að geta þess að frá því vorið 2001 hafi að jafnaði eitt hænsnahús ekki verið í notkun vegna endurnýjunar á fuglum og búnaði sem og vegna þrifa og sótthreinsunar. Því ættu meint áhrif stækkunarinnar á loftmengun ekki að hafa komið fram að fullu á þeim tíma.
Í athugasemdum kæranda kemur fram að loftmengun frá Nesbúi sé mikil í nágrenni þess en hún fari að sjálfsögðu eftir vindáttum. Kærandi kveðst vera fæddur og uppalinn á Efri-Brunnastöðum og síðast hafi hann átt þar lögheimili frá 1996, en síðasta hálfa árið hafi hann átt lögheimili að Skjaldarkoti sem sé nær Nesbúi en Efri-Brunnastaðir. Móðir hans eigi einn fjórða part í jörðunum Efri-Brunnastöðum I og II og Skjaldarkoti og liggi jarðirnar saman. Skjaldarkot hafi áður fyrr verið talin ein af bestu jörðum á svæðinu en við núverandi aðstæður sé verðgildi hennar rýrt. Ítrekar kærandi nauðsyn þess að komið verði fyrir loftmengunarbúnaði og öðrum búnaði til að koma í veg fyrir mengun frá búinu sem sé nágrönnum til ama. Kærandi segir loftmengun frá búinu vera mikla allt árið og á sumrin bætist við hana mengun frá skítavagni sem standi við opinn snigil dögum saman. Einnig hafi hænsnaskítur lekið frá þeim vagni á þjóðveginn þegar hann er fluttur. Dregur kærandi í efa að samningur við Gröfuþjónustu Walters Lesley muni tryggja losun hænsnaskíts til langs tíma, en samkvæmt honum sé hænsnaskíturinn notaður til uppgræðslu á svæðum varnarliðsins. Að mati kæranda er eina lausnin til að sátt fáist um búið að komið verði fyrir geymsluþró til að koma í veg fyrir loftmengun með hreinsibúnaði af bestu gerð. Þá geti allir vel við unað en ekki fyrr.
Kærandi bendir á að rétt eftir að framkvæmdir við Nesbú hófust hafi Alþingi samþykkt lög um að slíkar framkvæmdir þyrftu að fara í umhverfismat. Kærandi segist hafa verið viðstaddur þegar Björn Jónsson frá Nesbúi kom vegna grenndarkynningarinnar og honum hafi legið mikið á. Segir kærandi að villandi upplýsingar hafi verið gefnar í grenndarkynningunni um að markmið stækkunar búsins hafi verið að fækka fuglum í búrum. Kærandi tekur einnig fram í kæru sinni að samkvæmt frásögn starfsmanna hafi búið verið í fullri notkun frá því vorið 2001, utan tveggja vikna vegna breytinga. Fyrir stækkun hafi verið 40.000 fuglar í búinu en nú séu þeir 70.000.
IV. Niðurstaða
Hin kærða ákvörðun var tekin á fundi heilbrigðisnefndar Suðurnesja þann 11. september 2001 og var kæranda tilkynnt um hana með bréfi þann 21. september 2001. Bréf kæranda þar sem hann kærir framangreinda ákvörðun er dagsett 30. október og barst ráðuneytinu þann 5. nóvember 2001. Eins og fram kemur í 2. mgr. 32. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, er frestur til að kæra ákvörðun um útgáfu starfsleyfis tvær vikur frá ákvörðun heilbrigðisnefndar. Kærufrestur var því liðinn þegar ráðuneytinu barst bréf kæranda. Kærufrestur samkvæmt 2. mgr. 32. gr. er mun styttri en almennur kærufrestur skv. stjórnsýslulögum. Kæranda var ekki leiðbeint um kærufrestinn er honum var tilkynnt um ákvörðun heilbrigðisnefndar eins og rétt hefði verið að gera. Ráðuneytið telur því rétt eins og mál þetta er vaxið að taka kæruna til efnislegrar meðferðar.
Ráðuneytið bendir á að skv. 1. mgr. 31. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir á ágreiningur um framkvæmd laganna, reglugerða settra samkvæmt þeim eða heilbrigðissamþykkta sveitarfélaga eða um ákvarðanir yfirvalda undir sérstaka úrskurðarnefnd. Úrskurðarvald ráðherra skv. 2. mgr. 32. gr. nær einungis til ákvarðana Hollustuverndar ríkisins og heilbrigðisnefnda um útgáfu starfsleyfis skv. 6. gr. laganna.
Kröfur kæranda í máli þessu byggjast á því að lykt frá Nesbúi ehf. sé mikil og nágrönnum til ama. Nefnir kærandi fyrst og fremst ófullnægjandi geymslumáta á fuglaskít frá búinu sem orsök þeirrar lyktar. Ráðuneytið telur að skilja verði kæruna á þann veg að gerð sé athugasemd við bráðabirgðaákvæði 8.1. í starfsleyfinu þar sem veitt er undanþága frá grein 6.4, en þar segir:
„6.4 Hauggeymslur skulu rúma a.m.k. 6 mánaða safn, sbr. reglugerð nr. 804/1999."
„8.1 Undanþága frá grein 6.4 er heimil ef fyrir liggur samningur við aðila með starfsleyfi til meðhöndlunar á garða- og landbúnaðarúrgangi. Aðstaða til geymslu úrgangs við búið skal uppfylla kröfur Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja."
Í 2. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 804/1999 um varnir gegn mengun vatns af völdum köfnunarefnissambanda frá landbúnaði og öðrum atvinnurekstri segir: „Við gripahús, þ.m.t. loðdýra-, svína- og alifuglabú, skulu vera vandaðar og þéttar hauggeymslur. Stærð hauggeymslu þarf að miða við að hægt sé að nýta hauginn sem áburð á skynsamlegan hátt þegar jörðin getur tekið við honum eða taka a.m.k. sex mánaða haug." Í ákvæði til bráðabirgða í sömu reglugerð segir síðan: „Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 6. gr. skal innan 10 ára frá gildistöku reglugerðar þessarar koma upp hauggeymslum af réttri stærð á búum þar sem slíkar hauggeymslur eru ekki til við gildistöku þessarar reglugerðar."
Ljóst er að Nesbú ehf. var starfandi við gildistöku framangreindrar reglugerðar. Í bráðabirgðaákvæðinu er ekki gerður greinarmunur á búum eftir stærð þeirra. Að mati ráðuneytisins getur því framangreint bráðabirgðaákvæði átt við um Nesbú eftir stækkun þess. Var því heilbrigðisnefnd Suðurnesja heimilt að víkja frá ákvæði 2. mgr. 6. gr. í starfsleyfi fyrirtækisins.
Í starfsleyfisákvæði 8.1 segir að aðstaða til geymslu úrgangs við búið skuli uppfylla kröfur Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Fram kemur í umsögn Hollustuverndar ríkisins að stofnunin telur að heilbrigðisnefnd geti veitt framangreinda undanþágu ef aðili sem sækir úrganginn safnar honum í gáma sem fluttir eru í burtu þegar í stað. Samkvæmt upplýsingum frá Nesbúi ehf. er fuglaskítur hreinsaður út úr þremur af fimm fuglahúsum tvisvar til þrisvar í viku og þeim ekið jafnóðum burt í gámum samræmi við starfsleyfisákvæði 8.1. Úr einu húsinu fer fuglaskítur nokkrum sinnum á dag út í opinn vagn sem þar stendur fyrir utan og í hann fer einnig skítur úr fimmta húsinu sem dælt er út þegar vagninn er losaður tvisvar til þrisvar í viku. Einnig fengust þær upplýsingar frá Nesbúi ehf. að í smíðum væri yfirbygging yfir framangreindan vagn. Að mati ráðuneytisins kveður starfsleyfisákvæði 8.1 á um fullnægjandi úrræði er varða úrgang frá eggjabúinu. Kæruatriði er varða nánara fyrirkomulag á geymslu, þrifum og flutningi á skít frá búinu varða að mati ráðuneytisins framkvæmd starfsleyfisins en ekki útgáfu þess og fellur því ekki undir úrskurðarvald ráðherra. Verður því ekki fjallað um þau atriði hér.
Að undanskildum athugasemdum varðandi framangreind ákvæði starfsleyfisins, þ.e. vegna greina 6.4 og 8.1 í starfsleyfinu, telur ráðuneytið að athugasemdir kæranda varði ekki efni starfsleyfisins heldur framkvæmd þess og hvort Nesbú ehf. uppfylli þau skilyrði sem þar eru sett. Bókun úr fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja sem vitnað er til í I. kafla hér að framan, varðaði áætlun Nesbús ehf. um úrbætur, þ.e. að steypa plön við snigla, laga affall af vatni frá eggjaþvottavél og leiða niðurföll við fóðursíló í þró. Einungis fyrsta atriðið er gert til að stemma stigu við lyktmengun. Var fyrirtækinu veittur frestur til 1. desember 2001 til að bæta úr að viðlögðum dagsektum. Að mati ráðuneytisins er hér um að ræða atriði er varða framkvæmd starfsleyfis en ekki atriði sem leiða áttu til synjunar um útgáfu starfsleyfis. Fram kemur í umsögn Hollustuverndar ríkisins að stofnunin telur að í starfsleyfi fuglabúsins Nesbú ehf. séu gerðar fullnægjandi kröfur um mengunarvarnir.
Að mati ráðuneytisins var því sú ákvörðun heilbrigðisnefndar Suðurnesja að gefa út starfsleyfi til handa Nesbúi ehf. lögmæt. Eins og áður segir falla þættir er varða framkvæmd starfsleyfisins hins vegar utan úrskurðarvalds ráðherra.
Með vísun til framanritaðs er kröfu kæranda, Skarphéðins Einarssonar, um ógildingu á starfsleyfi Nesbús ehf., sem gefið var út þann 11. september 2001 af heilbrigðisnefnd Suðurnesja hafnað.
Dregist hefur að kveða upp úrskurð þennan sökum anna í ráðuneytinu.
Úrskurðarorð
Ákvörðun heilbrigðisnefndar Suðurnesja þann 11. september 2001 um útgáfu starfsleyfis til handa Nesbúi ehf. skal óbreytt standa.
Vefsíða Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.
Þann 11. september 2001 gaf heilbrigðisnefnd Suðurnesja út starfsleyfi fyrir eggjabúið Nesbú ehf. á Vatnsleysuströnd. Starfsleyfið gildir til fjögurra ára. Að Nesbúi á Vatnsleysuströnd hefur undanfarin ár verið starfrækt eggjabú. Árið 2000 var byggt nýtt fuglahús fyrir um 15.000 fugla til viðbótar við fjögur hús sem fyrir voru og rúmuðu um 43-45.000 fugla.
Drög að starfsleyfi Nesbús ehf. voru auglýst í Suðurnesjafréttum þann 3. janúar 2001 og sendi kærandi athugasemdir við starfsleyfið til heilbrigðisnefndar Suðurnesja þann 17. janúar 2001. Á fundi nefndarinnar þann 27. febrúar 2001 var veitingu starfsleyfisins frestað þar til áætlun um úrbætur við haughúsvagna og samningur um meðhöndlun lægi fyrir. Þann 5. maí 2001 gerði Nesbú ehf. samning við Gröfuþjónustu Walter Lesley um losun og dreifingu á búfjárúrgangi frá Nesbúi ehf. Jafnframt lá þá fyrir áætlun fyrirtækisins um úrbætur í samræmi við kröfur heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.
Á fundi heilbrigðisnefndarinnar þann 11. september 2001, þegar ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins var tekin, var jafnframt bókað eftirfarandi:
„Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja gerir grein fyrir stöðu mála við eggjabúið Nesbú á Vatnsleysuströnd. Samkvæmt áætlun fyrirtækisins átti úrbótum að vera lokið þann 1. september s.l. Í bréfi dagsettu 29. ágúst er óskað eftir framlengingu á fresti til 1. desember n.k. Nefndin samþykkir framlengingu á fresti en undirstrikar að hér er um lokafrest að ræða og verður búið beitt dagsektum að upphæð 5.000 kr. verði úrbótum ekki lokið fyrir lokafrest."
Kæranda var tilkynnt með bréfi þann 21. september 2001 um ákvörðun um útgáfu starfsleyfis Nesbús ehf. Fram kemur í bréfinu að þær úrbætur sem veittur hafi verið frestur til að gera væru eftirfarandi:
„1. Steypa plön með niðurföllum við snigla til þess að auðvelda þrif og koma þannig í veg fyrir óþarfa lyktmengun frá vagnastæðum.
2. Finna affalli af heita vatninu viðunandi farveg, en í dag fer það í tjörn rétt neðan við búið.
3. Niðurföll við fóðursíló verða leidd í þró, líklega sömu þrónna og sett verður upp fyrir vagna plönin sem steypt verða (liður 1.)."
II. Kröfur og málsástæður kæranda
Kærandi gerir þá kröfu að ráðuneytið ógildi starfsleyfi Nesbús ehf. og sjái til þess að óskum um viðunandi búnað verði sinnt.
Kæran byggir á því að Heilbrigðisnefnd Suðurnesja hafi ekki tekið efnislega afstöðu til kvartana kæranda yfir ófullnægjandi geymslumáta á skít frá búinu. Að mati kæranda vantar safnþró og er núverandi tilhögun ófullnægjandi, þ.e. að safna skít í flutningatæki. Telur kærandi að eftir stækkun búsins árið 2000 hafi loftmengun stóraukist frá loftræstikerfi búsins. Að hans mati þarf búnað sem tekur loftmengun og safnþró með búnaði til geymslu og lestunar á úrgangi á vistvænan hátt.
III. Umsagnir og athugasemdir
Ráðuneytið sendi Hollustuvernd ríkisins, Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, Nesbúi ehf. og Vatnsleysustrandarhreppi kæruna til umsagnar með bréfum þann 20. nóvember 2001. Viðbótargögn voru send Hollustuvernd ríkisins, Nesbúi ehf. og Vatnsleysustrandarhreppi þann 29. nóvember 2001. Svar barst frá Hollustuvernd ríkisins þann 11. desember 2001, Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja þann 7. desember 2001, Nesbúi ehf. þann 10. desember 2001 og Vatnsleysustrandarhreppi þann 14. desember 2001.
Kæranda voru sendar framangreindar umsagnir með bréfi þann 8. janúar 2002 og honum gefinn kostur á að gera athugasemdir. Bárust svör frá kæranda með símskeytum þann 17. febrúar og 25. febrúar 2002.
Þann 22. maí 2002 fór starfsmaður ráðuneytisins og kynnti sér aðstæður að Nesbúi.
Í umsögn Hollustuverndar ríkisins segir:
„Hollustuvernd ríkisins hefur farið yfir starfsleyfið og bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, ásamt kæru Skarphéðins Einarssonar. Kæra Skarphéðins Einarssonar lýtur aðallega að þremur atriðum í starfsleyfi fyrirtækisins Nesbús ehf.
Í fyrsta lagi er kært vegna ófullnægjandi geymslumáta á skít frá búinu. Í starfsleyfinu er gerð krafa í gr. 6.4 um að hauggeymslur skuli rúma 6 mánaða safn hænsnaskíts og ennfremur er í gr. 8.1 veitt undanþága frá því sama ákvæði, vegna þess að fyrir liggi samningur við aðila með starfsleyfi til meðhöndlunar á garða- og landbúnaðarúrgangi. Hollustuvernd ríkisins telur að heilbrigðisnefnd geti veitt slíka undanþágu frá grein 6.4 í grein 8.1 ef aðili sem sækir úrganginn safnar honum í gáma sem fluttir eru í burtu þegar í stað. Ekki liggja fyrir upplýsingar hvort gámarnir séu opnir eða lokaðir á milli þess sem þeir eru sóttir.
Í öðru lagi kærir Skarphéðinn Einarsson stóraukna loftmengun frá loftræstikerfi búsins. Í starfsleyfinu stendur í gr. 5.2: „Takmarka skal loftmengun frá starfseminni eins og kostur er. Ef í ljós kemur engu að síður að loftmengun frá starfseminni veldur fólki á nærliggjandi landareignum óþægindum, þá er heilbrigðisnefnd heimilt að krefjast sérstaks mengunarvarnarbúnaðar". Hollustuvernd ríkisins telur að fram komnar kvartanir og kæra Skarphéðins Einarssonar sé nægilegar ástæður til að heilbrigðisnefnd taki til skoðunar að fyrirtækið setji upp sérstakan mengunarvarnarbúnað á loftræstikerfi búsins.
Í þriðja lagi lýtur kæran að skorti á safnþró. Í starfsleyfinu er gerð krafa um safnþró, en þar segir í gr. 6.12: „Fráveituvatn sem er mengað húsdýraáburði skal leiða í lokað haughús/safnþró eða þar til ætlaða felliþró og siturlögn". Af kæru Skarphéðins Einarssonar að dæma virðist þessum atriðum starfsleyfisins ekki hafa verið sinnt.
Í bréfi sem kæranda var sent, dags. 21. september, eru talin upp þrjú atriði sem fyrirtækið á að uppfylla fyrir 15. september, en síðar var fyrirtækinu veittur frestur til 1. desember til að koma þeim málum í lag. Ekki er á þessu stigi málsins ljóst hvort umræddar kröfur hafi verið uppfylltar, enda snýr kæra Skarphéðins Einarssonar ekki að þeim atriðum.
Hollustuvernd ríkisins bendir ennfremur á að í 2. grein starfsleyfisins eru almenn atriði, s.s. að: „starfseminni skal þannig hagað að hún valdi ekki nágrönnum eða fólki í nærliggjandi húsakynnum óþægindum vegna lyktar eða hávaða".
Hollustuvernd ríkisins telur að í starfsleyfi fuglabúsins Nesbú ehf. séu gerðar fullnægjandi kröfur um mengunarvarnir. Það er síðan heilbrigðisnefndar og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja að sjá til þess að fyrirtækið uppfylli settar kröfur, sbr. lokafrest til 1. desember 2001."
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja tekur í umsögn sinni undir með kæranda að geymsla á skít frá búinu sé ófullnægjandi. Hafi eigendur Nesbús ehf. fengið frest til úrbóta og sé búist við að viðunandi lausn verði fundin fyrir áramótin 2001-2002. Jafnframt segir í umsögninni að starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja hafi ekki staðfest lyktarmengun frá fyrirtækinu. Verði slík mengun staðfest muni embættið grípa til viðeigandi ráðstafana. Bent er á að grenndarkynning hafi farið fram vegna stækkunar búsins árið 2000. Hafi allir nágrannar búsins, þ.á m. íbúar lögbýlisins Efri-Brunnastaða skrifað undir yfirlýsingu um að þeir gerðu ekki athugasemdir við stækkunina. Samkvæmt þjóðskrá sé kærandi, Skarphéðinn Einarsson, ekki búsettur á Efri-Brunnastöðum og sé því aðkoma hans að málinu óljós. Telur Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja að framangreindir annmarkar á búnaði eggjabúsins hafi ekki verið það miklir að það réttlæti synjun um starfsleyfi.
Í umsögn Vatnsleysustrandarhrepps kemur fram að hreppsnefnd telji að endurbætur á búinu séu í góðum farvegi og að hún treysti Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja til að fylgja þeim eftir.
Nesbú ehf. vísar í umsögn sinni til greinar 8.1. í starfsleyfinu þar sem segir: „Undanþága frá grein 6.4. er heimil ef fyrir liggur samningur við aðila með starfsleyfi til meðhöndlunar á garða- og landbúnaðarúrgangi. Aðstaða til geymslu úrgangs við búið skal uppfylla kröfur Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja." Kemur fram í umsögn Nesbús ehf. að með framangreindu ákvæði hafi fyrirtækinu verið gert að ganga frá skriflegum samningi við slíkan aðila. Einnig hafi verið gerð krafa um að aðstaða fyrir vagnana við hvern losunarstað yrði bætt. Nesbú ehf. hafi undirritað samning við Gröfuþjónustu Walters Lesley sem gildi til 31. desember 2007 og kveði á um losun skíts frá búinu. Verið sé að vinna að starfsleyfi fyrir Gröfuþjónustuna. Jafnframt kemur fram í umsögninni að unnið sé að því að koma upp góðri aðstöðu við hvern losunarstað þ.e. steyptu plani með aðstöðu til þvotta og skolunar. Frárennsli frá öllum plönum verði veitt í safntank sem losaður verði reglulega. Þessar úrbætur séu gerðar í fullu samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja. Hvað loftmengun varðar þá segir í umsögninni að í kæru hafi ekki verið vísað til neinna athugana á henni. Rétt sé að geta þess að frá því vorið 2001 hafi að jafnaði eitt hænsnahús ekki verið í notkun vegna endurnýjunar á fuglum og búnaði sem og vegna þrifa og sótthreinsunar. Því ættu meint áhrif stækkunarinnar á loftmengun ekki að hafa komið fram að fullu á þeim tíma.
Í athugasemdum kæranda kemur fram að loftmengun frá Nesbúi sé mikil í nágrenni þess en hún fari að sjálfsögðu eftir vindáttum. Kærandi kveðst vera fæddur og uppalinn á Efri-Brunnastöðum og síðast hafi hann átt þar lögheimili frá 1996, en síðasta hálfa árið hafi hann átt lögheimili að Skjaldarkoti sem sé nær Nesbúi en Efri-Brunnastaðir. Móðir hans eigi einn fjórða part í jörðunum Efri-Brunnastöðum I og II og Skjaldarkoti og liggi jarðirnar saman. Skjaldarkot hafi áður fyrr verið talin ein af bestu jörðum á svæðinu en við núverandi aðstæður sé verðgildi hennar rýrt. Ítrekar kærandi nauðsyn þess að komið verði fyrir loftmengunarbúnaði og öðrum búnaði til að koma í veg fyrir mengun frá búinu sem sé nágrönnum til ama. Kærandi segir loftmengun frá búinu vera mikla allt árið og á sumrin bætist við hana mengun frá skítavagni sem standi við opinn snigil dögum saman. Einnig hafi hænsnaskítur lekið frá þeim vagni á þjóðveginn þegar hann er fluttur. Dregur kærandi í efa að samningur við Gröfuþjónustu Walters Lesley muni tryggja losun hænsnaskíts til langs tíma, en samkvæmt honum sé hænsnaskíturinn notaður til uppgræðslu á svæðum varnarliðsins. Að mati kæranda er eina lausnin til að sátt fáist um búið að komið verði fyrir geymsluþró til að koma í veg fyrir loftmengun með hreinsibúnaði af bestu gerð. Þá geti allir vel við unað en ekki fyrr.
Kærandi bendir á að rétt eftir að framkvæmdir við Nesbú hófust hafi Alþingi samþykkt lög um að slíkar framkvæmdir þyrftu að fara í umhverfismat. Kærandi segist hafa verið viðstaddur þegar Björn Jónsson frá Nesbúi kom vegna grenndarkynningarinnar og honum hafi legið mikið á. Segir kærandi að villandi upplýsingar hafi verið gefnar í grenndarkynningunni um að markmið stækkunar búsins hafi verið að fækka fuglum í búrum. Kærandi tekur einnig fram í kæru sinni að samkvæmt frásögn starfsmanna hafi búið verið í fullri notkun frá því vorið 2001, utan tveggja vikna vegna breytinga. Fyrir stækkun hafi verið 40.000 fuglar í búinu en nú séu þeir 70.000.
IV. Niðurstaða
Hin kærða ákvörðun var tekin á fundi heilbrigðisnefndar Suðurnesja þann 11. september 2001 og var kæranda tilkynnt um hana með bréfi þann 21. september 2001. Bréf kæranda þar sem hann kærir framangreinda ákvörðun er dagsett 30. október og barst ráðuneytinu þann 5. nóvember 2001. Eins og fram kemur í 2. mgr. 32. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, er frestur til að kæra ákvörðun um útgáfu starfsleyfis tvær vikur frá ákvörðun heilbrigðisnefndar. Kærufrestur var því liðinn þegar ráðuneytinu barst bréf kæranda. Kærufrestur samkvæmt 2. mgr. 32. gr. er mun styttri en almennur kærufrestur skv. stjórnsýslulögum. Kæranda var ekki leiðbeint um kærufrestinn er honum var tilkynnt um ákvörðun heilbrigðisnefndar eins og rétt hefði verið að gera. Ráðuneytið telur því rétt eins og mál þetta er vaxið að taka kæruna til efnislegrar meðferðar.
Ráðuneytið bendir á að skv. 1. mgr. 31. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir á ágreiningur um framkvæmd laganna, reglugerða settra samkvæmt þeim eða heilbrigðissamþykkta sveitarfélaga eða um ákvarðanir yfirvalda undir sérstaka úrskurðarnefnd. Úrskurðarvald ráðherra skv. 2. mgr. 32. gr. nær einungis til ákvarðana Hollustuverndar ríkisins og heilbrigðisnefnda um útgáfu starfsleyfis skv. 6. gr. laganna.
Kröfur kæranda í máli þessu byggjast á því að lykt frá Nesbúi ehf. sé mikil og nágrönnum til ama. Nefnir kærandi fyrst og fremst ófullnægjandi geymslumáta á fuglaskít frá búinu sem orsök þeirrar lyktar. Ráðuneytið telur að skilja verði kæruna á þann veg að gerð sé athugasemd við bráðabirgðaákvæði 8.1. í starfsleyfinu þar sem veitt er undanþága frá grein 6.4, en þar segir:
„6.4 Hauggeymslur skulu rúma a.m.k. 6 mánaða safn, sbr. reglugerð nr. 804/1999."
„8.1 Undanþága frá grein 6.4 er heimil ef fyrir liggur samningur við aðila með starfsleyfi til meðhöndlunar á garða- og landbúnaðarúrgangi. Aðstaða til geymslu úrgangs við búið skal uppfylla kröfur Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja."
Í 2. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 804/1999 um varnir gegn mengun vatns af völdum köfnunarefnissambanda frá landbúnaði og öðrum atvinnurekstri segir: „Við gripahús, þ.m.t. loðdýra-, svína- og alifuglabú, skulu vera vandaðar og þéttar hauggeymslur. Stærð hauggeymslu þarf að miða við að hægt sé að nýta hauginn sem áburð á skynsamlegan hátt þegar jörðin getur tekið við honum eða taka a.m.k. sex mánaða haug." Í ákvæði til bráðabirgða í sömu reglugerð segir síðan: „Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 6. gr. skal innan 10 ára frá gildistöku reglugerðar þessarar koma upp hauggeymslum af réttri stærð á búum þar sem slíkar hauggeymslur eru ekki til við gildistöku þessarar reglugerðar."
Ljóst er að Nesbú ehf. var starfandi við gildistöku framangreindrar reglugerðar. Í bráðabirgðaákvæðinu er ekki gerður greinarmunur á búum eftir stærð þeirra. Að mati ráðuneytisins getur því framangreint bráðabirgðaákvæði átt við um Nesbú eftir stækkun þess. Var því heilbrigðisnefnd Suðurnesja heimilt að víkja frá ákvæði 2. mgr. 6. gr. í starfsleyfi fyrirtækisins.
Í starfsleyfisákvæði 8.1 segir að aðstaða til geymslu úrgangs við búið skuli uppfylla kröfur Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Fram kemur í umsögn Hollustuverndar ríkisins að stofnunin telur að heilbrigðisnefnd geti veitt framangreinda undanþágu ef aðili sem sækir úrganginn safnar honum í gáma sem fluttir eru í burtu þegar í stað. Samkvæmt upplýsingum frá Nesbúi ehf. er fuglaskítur hreinsaður út úr þremur af fimm fuglahúsum tvisvar til þrisvar í viku og þeim ekið jafnóðum burt í gámum samræmi við starfsleyfisákvæði 8.1. Úr einu húsinu fer fuglaskítur nokkrum sinnum á dag út í opinn vagn sem þar stendur fyrir utan og í hann fer einnig skítur úr fimmta húsinu sem dælt er út þegar vagninn er losaður tvisvar til þrisvar í viku. Einnig fengust þær upplýsingar frá Nesbúi ehf. að í smíðum væri yfirbygging yfir framangreindan vagn. Að mati ráðuneytisins kveður starfsleyfisákvæði 8.1 á um fullnægjandi úrræði er varða úrgang frá eggjabúinu. Kæruatriði er varða nánara fyrirkomulag á geymslu, þrifum og flutningi á skít frá búinu varða að mati ráðuneytisins framkvæmd starfsleyfisins en ekki útgáfu þess og fellur því ekki undir úrskurðarvald ráðherra. Verður því ekki fjallað um þau atriði hér.
Að undanskildum athugasemdum varðandi framangreind ákvæði starfsleyfisins, þ.e. vegna greina 6.4 og 8.1 í starfsleyfinu, telur ráðuneytið að athugasemdir kæranda varði ekki efni starfsleyfisins heldur framkvæmd þess og hvort Nesbú ehf. uppfylli þau skilyrði sem þar eru sett. Bókun úr fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja sem vitnað er til í I. kafla hér að framan, varðaði áætlun Nesbús ehf. um úrbætur, þ.e. að steypa plön við snigla, laga affall af vatni frá eggjaþvottavél og leiða niðurföll við fóðursíló í þró. Einungis fyrsta atriðið er gert til að stemma stigu við lyktmengun. Var fyrirtækinu veittur frestur til 1. desember 2001 til að bæta úr að viðlögðum dagsektum. Að mati ráðuneytisins er hér um að ræða atriði er varða framkvæmd starfsleyfis en ekki atriði sem leiða áttu til synjunar um útgáfu starfsleyfis. Fram kemur í umsögn Hollustuverndar ríkisins að stofnunin telur að í starfsleyfi fuglabúsins Nesbú ehf. séu gerðar fullnægjandi kröfur um mengunarvarnir.
Að mati ráðuneytisins var því sú ákvörðun heilbrigðisnefndar Suðurnesja að gefa út starfsleyfi til handa Nesbúi ehf. lögmæt. Eins og áður segir falla þættir er varða framkvæmd starfsleyfisins hins vegar utan úrskurðarvalds ráðherra.
Með vísun til framanritaðs er kröfu kæranda, Skarphéðins Einarssonar, um ógildingu á starfsleyfi Nesbús ehf., sem gefið var út þann 11. september 2001 af heilbrigðisnefnd Suðurnesja hafnað.
Dregist hefur að kveða upp úrskurð þennan sökum anna í ráðuneytinu.
Úrskurðarorð
Ákvörðun heilbrigðisnefndar Suðurnesja þann 11. september 2001 um útgáfu starfsleyfis til handa Nesbúi ehf. skal óbreytt standa.
Vefsíða Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.