Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kæra Reykjanesbæ vegna útboðs á sundlaugabúnaði
Þriðjudagur 27. maí 2014 kl. 14:44

Kæra Reykjanesbæ vegna útboðs á sundlaugabúnaði

Fyr­ir­tækið Á. Óskars­son hef­ur kært Reykja­nes­bæ til kær­u­nefnd­ar útboðsmá­la vegna ákvörðunar bæjarins að taka ekki til­boði fyr­ir­tæk­is­ins í verðkönn­un sem gerð var vegna búnaðar í sund­laug­arn­ar í Kefla­vík og Njarðvík.

Í aprílmánuði óskaði Reykjanesbær eftir tilboðum frá þremur aðilum í nýjan búnað fyrir sundlaugarnar í Keflavík og Njarðvík. Ekki var um að ræða opinbera auglýsingu heldur var sendur tölvupóstur á nokkra aðila og óskað eftir verðtilboðum. Á. Óskarsson ehf. átti lægsta tilboðið sem nam um 38% af kostnaðaráætlun Reykjanesbæjar eða samtals kr. 20.264.464. Þrír liðir voru í tilboðinu, sandsíur og skiptilokar, dælur og svo klór- og CO2 kerfi. Þrátt fyrir að eiga lægsta boð ákvað Reykjanesbær að skipta upp tilboðunum og tók tilboði samkeppnisaðilans sem var næstlægst í sandsíur og skiptiloka.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í tilkynningu Á. Óskarsson ehf. segir að það hafi fengist staðfest frá framleiðanda búnaðarins að um sé að ræða nákvæmlega sömu síur frá sama framleiðanda sem Reykjanesbær hefur ákveðið að kaupa. Ljóst er því að Reykjanesbær tók tilboði samkeppnisaðila í sömu síurnar þótt það hafi verið um 1,6 milljón krónum hærra. Á. Óskarsson ehf. hefur ítrekað óskað eftir skýringum á þessari ákvörðun frá Reykjanesbæ og m.a. vakið athygli bæjarstjórans á málinu en engin haldbær svör hafa fengist. Ákvörðun Reykjanesbæjar er því með öllu óskiljanleg.