Kæra framkvæmd sveitarstjórnarkosningar í Reykjanesbæ
Sýslumanninum á Suðurnesjum hefur borist kæra frá Pírötum vegna framkvæmdar sveitarstjórnarkosningar í Reykjanesbæ. Píratar gera athugasemd við að atkvæði hafi verið talin fyrir luktum dyrum og áður en kjörfundi lauk. Frá þessu er greint á mbl.is.
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum hefur skipað kærunefnd vegna málsins eins og gert er ráð fyrir í lögum.