Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kadeco: Áhugi frá Indlandi
Mánudagur 17. mars 2008 kl. 15:18

Kadeco: Áhugi frá Indlandi

Nokkur indversk fyrirtæki, þ.á.m. flugfélög og ferðaþjónustufyrirtæki hafa lýst yfir áhuga sínum á samstarfi við Kadeco, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Þetta kemur fram á vef Kadeco, en Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélagsins, var meðal samferðarmanna forseta Íslands í sendiför á vegurm Útflutningsráðs til Indlands í febrúar.

Ferðin var ætluð fyrirtækjum sem hafa áhuga á viðskiptum við Indland. Í þessari ferð tóku þátt fyrirtæki í fjármálastarfsemi, upplýsingatækni, ferðaiðnaði, fyrirtæki í orkugeiranum og tengdum atvinnugreinum auk Kadeco.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einn af þeim þáttum sem Kadeco vinnur að er að kanna möguleika flugvallarsvæðisins til að tengja saman þrjár heimsálfur m.t.t. vöru- og fólksflutninga. Fundað var með forstöðumönnum nokkurra fyrirtækja þ.m.t. flugfélaga s.s. Kingfisher Airline, Air India og Jet Airways. Kynnt var fyrir þessum aðilum sú aðstaða sem til boða stendur á og við Keflavíkurflugvöll. Einnig átti Kjartan fund með Bird Group og í tilefni heimsóknarinnar var skrifað undir samstarfsyfirlýsingu á milli Bird Group og Kadeco. Bird Group  er umsvifamikið fyrirtæki í ferðaþjónustu og þjónustustarfsemi við flugrekstur.

Á vef Þróunarfélagsins segri að samstarfsyfirlýsing þessi muni ýta undir grundvöll til frekari viðræðna á milli aðila um tækifæri í uppbyggingu á svið flugsækinnar starfsemi, ferðaþjónustu og upplýsingatækni.

Í ferðinni átti Kadeco einnig viðræður við flugmálaráðuneyti  Indlands vegna möguleika á nýtingu Keflavíkurflugvallar. Móttökur voru að sögn mjög jákvæðar á allan hátt og mikill  áhugi sýndur á mögulegu samstarfi í náinni framtíð.

Mynd: Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri KADECO, Mrs. Shirin Lalwani og Mr. Tribid Kumar Palit, fulltrúar Air India.


H: www.kadeco.is