Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Justin Bieber kvartar yfir Ljósanótt
Sunnudagur 4. september 2016 kl. 14:15

Justin Bieber kvartar yfir Ljósanótt

Kanadíska stjarnan Justin Bieber kvartar sáran yfir hópakstri bíla og hjóla á hátíðarsvæði Ljósanætur í Reykjanesbæ í gær. Aðallega hefur Bieber þó áhyggjur af beinni útsendingu Sjónvarps Víkurfrétta frá hópakstrinum og fékk Facebook til að loka á útsendinguna.

Skömmu eftir að beinni útsendingu Víkurfrétta af hópakstrinum lauk kom tilkynning frá Facebook um að lokað hefði verið fyrir frekari birtingu á hópakstrinum þar sem Justin Bieber ætti tónlist í því efni sem væri sýnt.

Að sjálfsögðu höfum við kvartað á móti til Facebook, enda erfitt að eiga við það þegar háværir hátalarar á hátíðarsvæðinu láta misgóða tónlist óma um svæðið þar sem jafnvel háværir kaggar ná ekki að yfirgnæfa ósköpin.

Facebook opnaði aftur fyrir hópaksturinn eftir andmæli Víkurfrétta en þá sagði Youtube „Hingað og ekki lengra“ við sama myndskeiði. Við báðum Youtube vinsamlegast að þurrka út hlóðin úr Bieber og leyfa myndskeiðinu að standa…

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér að ofan er myndskeið frá hópakstrinum sem við settum inn á Youtube. Þar er sama vesenið þar sem Bieber heyrist tjá sig einhverstaðar í bakrunni innan um vélarhljóðin. Nóg til þess að Youtube vill banna birtingu myndskeiðsins eða að hljóðin úr barka Bieber verði þurrkuð út...