Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Júní verður til í júlí
Guðmundur Bjarni ásamt meðeigendum sínum í Júní.
Fimmtudagur 1. júlí 2021 kl. 11:18

Júní verður til í júlí

Parallel ráðgjöf hefur ásamt hönnunar- og hugbúnaðarstofunni Kosmos & Kaos sameinast undir nafninu Júní. Starfsmenn sameinaðs fyrirtækis verða 24 og mun hið nýja félag bjóða upp á heildstæða þjónustu við stafræna vegferð fyrirtækja. Með Júní geta fyrirtæki mætt aukinni eftirspurn eftir stafrænni þjónustu með fallegum, virðisskapandi hugbúnaðarlausnum.

Parallel ráðgjöf hefur undanfarin ár sérhæft sig í greiningu á stafrænum tækifærum sem byggir á ávinningi og markmiðum fyrirtækja, ásamt því að stýra framkvæmd upplýsingatækniverkefna. Meðal samstarfsaðila Parallel má nefna: Stafrænt Ísland, Reykjavíkurborg og Icelandair.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þórhildur, annar eigandi Parallel, segir að sameiningin sé liður í því að svara aukinni eftirspurn viðskiptavina um heildstæða þjónustu í stafrænni þróun.

„Við höfum séð það í verkefnum okkar að skýr forgangsröðun sem byggir á markmiðum fyrirtækja og ávinningsmati, ásamt staðfastri verkefnastýringu með virkri ákvarðanatöku, séu lykilatriði í vel heppnaðri stafrænni vegferð.  Hönnun og þróun hugbúnaðarlausna þarf einnig að vera framúrskarandi til að ná settum markmiðum, og sameiningin við Kosmos & Kaos gerir okkur kleift að aðstoða fyrirtæki í gegnum alla virðiskeðjuna frá upphafi til enda.“

Kosmos & Kaos var stofnað árið 2010 og hefur verið leiðandi á sviði stafrænnar upplifunar á Íslandi. Má þar nefna samstarf í stafrænni þróun fyrir Arion banka, sem hlotið hefur ýmis verðlaun fyrir stafrænar lausnir í fjármálaþjónustu, ásamt verkefnum fyrir VÍS, Íslandsstofu og Stafrænt Ísland.

Keflvíkingurinn Guðmundur Bjarni Sigurðsson, eigandi Kosmos & Kaos, segir þetta spennandi skref og mun ráðgjöfin efla og þroska enn frekar þá stafrænu vegferð sem við höfum verið í með okkar viðskiptavinum.

„Á síðustu 11 árum hefur stafrænn heimur þróast frá því að snúast um upplýsingavefi yfir í notendavænar þjónustulausnir sem gera fyrirtækjum kleift að bjóða upp á sína þjónustu hvar og hvenær sem er.  Aukin sókn kallar á staðfasta stýringu, góðar greiningar og að framkvæmd verkefna standist áætlanir og sé arðbær. Þetta er því einstakt tækifæri fyrir okkur að vinna með jafn öflugum ráðgjöfum og Parallel kemur með inn í nýtt sameinað félag.