Júlíus lætur af störfum sem forstjóri HS Veitna
Júlíus Jón Jónsson, forstjóri HS Veitna, mun láta af störfum um næstu áramót en hann hefur starfað hjá félaginu í 40 ár. Júlíus Jón hefur verið forstjóri HS Veitna frá ársbyrjun 2014 en hann var áður forstjóri HS Orku og Hitaveitu Suðurnesja þar sem hann hóf störf sem fjármálastjóri árið 1982.
Starf forstjóra hefur verið auglýst og er umsóknarfrestur til og með 21. ágúst næstkomandi.