Juliette Lewis slakaði á í Bláa Lóninu
Bandaríska leikkonan Juliette Lewis ásamt hljómsveit sinni Juliette & The Licks heimsótti Bláa Lónið – heilsulind sl. laugardag.
Hljómsveitin var ein af aðalhljómsveitunum sem fram komu á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni sem fór fram hér á landi dagana 19. – 23. október.
Lewis og hljómsveitin eyddu góðum tíma í heilsulindinni og hlustuðu m.a. á tónlistarmanninn Hermigervil sem spilaði í heilsulindinni þennan dag í tengslum við tónlistarhátíðina.
Þau enduðu síðan heimsóknina á að snæða hádegisverð á veitingastaðnum í heilsulind.
Hljómsveitin var ein af aðalhljómsveitunum sem fram komu á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni sem fór fram hér á landi dagana 19. – 23. október.
Lewis og hljómsveitin eyddu góðum tíma í heilsulindinni og hlustuðu m.a. á tónlistarmanninn Hermigervil sem spilaði í heilsulindinni þennan dag í tengslum við tónlistarhátíðina.
Þau enduðu síðan heimsóknina á að snæða hádegisverð á veitingastaðnum í heilsulind.