Júlía dúx á haustönn FS

Áttatíu og fimm nemendur úrskrifuðust á haustönn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja en brautskráning var í skólanum 20. des. sl.  Júlía Svava Tello var dúx en hún var með 8,7 í meðaleinkunn.

Í hópnum voru 73 stúdentar, níu úr verknámi og 15 úr starfsnámi. Nokkrir útskrifuðust af tveimur brautum. Konur voru 44 og karlar 41. Alls komu 67 úr Reykjanesbæ, sjö úr Grindavík, fjórir úr Garði, einn úr Sandgerði og einn úr Vogum. Einnig útskrifuðust nemendur úr Reykjavík, Mosfellsbæ, Vestmannaeyjum, Sauðárkróki og Fáskrúðsfirði.
Við athöfnina voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Birkir Alfons Rúnarsson, Geirmundur Ingi Eiríksson, Iðunn Erla Guðjónsdóttir og Ingunn Kara Gunnarsdóttir fengu viðurkenningar fyrir störf í þágu nemenda. Kristrún Björgvinsdóttir, Selma Rut Ómarsdóttir og Tryggvi Ólafsson fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur í spænsku. Ína Steinunn Pálsdóttir og Sigurjón Gauti Friðriksson fengu viðurkenningar fyrir árangur sinn í félagsfræði, Erik Oliversson fyrir þýsku, Guðrún Pálína Karlsdóttir fyrir myndlist, Linda Þórdís B. Róbertsdóttir fyrir sálfræði og Unnur Guðmundsdóttir fyrir árangur í viðskiptagreinum.  Rúnar Örn Ingvason fékk verðlaun frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í tæknigreinum og gjöf frá Isavia fyrir árangur í vélstjórn. Magnþór Breki Ragnarsson fékk viðurkenningu fyrir árangur sinn í félagsfræði og hann fékk einnig gjöf fyrir störf í þágu nemenda. Gintare Butkuté fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í spænsku og bókfærslu og Halla Margrét Helgadóttir fyrir spænsku og stærðfræði. Magnús Magnússon fékk viðurkenningar frá skólanum fyrir spænsku og stærðfræði og gjöf frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði. Júlía Svava Tello fékk viðurkenningar frá skólanum fyrir spænsku, félagsfræði og sálfræði, gjöf frá danska sendiráðinu fyrir árangur sinn í dönsku og gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í samfélagsgreinum. Laufey Jóna Jónsdóttir fékk viðurkenningar fyrir árangur sinn í stærðfræði og efnafræði, gjöf frá Fræðasetrinu í Sandgerði fyrir góðan árangur í raungreinum, gjöf frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði og gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í stærðfræði og raungreinum.

Kristján Ásmundsson skólameistari afhenti 100.000 kr. námsstyrk úr skólasjóði en hann er veittur þeim nemanda sem er með hæstu meðaleinkunn við útskrift og hlaut Júlía Svava Tello styrkinn. Júlía Svava hlaut einnig 30.000 kr. styrk frá Landsbankanum fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi.

Ragnheiður Gunnarsdóttir afhenti við athöfnina styrki úr styrktarsjóði Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sjóðurinn var stofnaður af Kaupfélagi Suðurnesja og Gunnari Sveinssyni, fyrrverandi kaupfélagsstjóra og fyrsta formanni skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Tilgangur sjóðsins er að efla og auka veg skólans með því að styrkja nemendur skólans til náms, að styðja við starfsemi sem eflir og styrkir félagsþroska nemenda og að veita útskriftarnemendum viðurkenningar fyrir frábæran árangur í námi og starfi. Þau Ágúst Kristinn Eðvarðsson, Birgir Örn Hjörvarsson, Sigrún Birta Eckart og Þórdís Anja Ragnarsdóttir fengu öll 25.000 kr. styrk fyrir góða frammistöðu í tjáningu og ræðumennsku.

Dagskráin var með hefðbundnu sniði. Kristján Ásmundsson skólameistari afhenti prófskírteini og flutti ávarp og Guðlaug Pálsdóttir aðstoðarskólameistari flutti yfirlit yfir störf annarinnar. Iðunn Erla Guðjónsdóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd brautskráðra og Anna Karlsdóttir Taylor kennari flutti útskriftarnemendum kveðjuræðu starfsfólks. Að venju fluttu nemendur skólans tónlist við athöfnina en bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar lék við upphaf athafnarinnar og Karen Jóna Steinarsdóttir lék á þverflautu.

Þau Ágúst Kristinn Eðvarðsson, Birgir Örn Hjörvarsson, Sigrún Birta Eckart og Þórdís Anja Ragnarsdóttir fengu öll 25.000 kr. styrk úr styrktarsjóði FS fyrir góða frammistöðu í tjáningu og ræðumennsku.

Iðunn Erla Guðjónsdóttir flutti ræðu fyrir hönd nýstúenta.

Anna Karlsdóttir Taylor flutti kveðjuræðu starfsfólks FS.

Karen Jóna Steinarsdóttir lék á þverflautu.