JÓSEF BORGARSSON LÁTINN
Jósef Borgarsson, starfsmaður hjá Hitaveitu Suðurnesja lést sl. fimmtudag á Landsspítalanum 64 ára að aldri. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn.Jósef var atkvæðamikill í sveitarstjórnarmálum á árum áður þegar hann stýrði Hafnahreppi og oft nefndur „borgarstjórinn í Höfnum”. Hann lét einnig til sín taka í félagsmálum og var virkur þátttakandi í Oddfellowreglunni og Karlakór Keflavíkur. Útför Jósefs fer fram frá Njarðvíkurkirkju nk. laugardag kl. 14 og mun Karlakór Keflavíkur m.a. syngja við jarðarförina.