Heklan
Heklan

Fréttir

Föstudagur 2. júlí 1999 kl. 00:18

JÓSEF BORGARSSON LÁTINN

Jósef Borgarsson, starfsmaður hjá Hitaveitu Suðurnesja lést sl. fimmtudag á Landsspítalanum 64 ára að aldri. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn. Jósef var atkvæðamikill í sveitarstjórnarmálum á árum áður þegar hann stýrði Hafnahreppi og oft nefndur „borgarstjórinn í Höfnum”. Hann lét einnig til sín taka í félagsmálum og var virkur þátttakandi í Oddfellowreglunni og Karlakór Keflavíkur. Útför Jósefs fer fram frá Njarðvíkurkirkju nk. laugardag kl. 14 og mun Karlakór Keflavíkur m.a. syngja við jarðarförina.
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25