Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Jörð skelfur við Reykjanestá
Jarðskjálftar frá áramótum og til dagsins í dag. Mynd úr Skjálftalísu Veðurstofu Íslands.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 26. júní 2023 kl. 12:58

Jörð skelfur við Reykjanestá

Þó nokkrir jarðskjálftar hafa orðið við Reykjanestá síðustu klukkustundina. Sá stærsti mældist 3,0 og með upptök 5,3 kílómetra norðvestur af Reykjanestá þegar klukkuna vantaði þrjár mínútur í tólf á hádegi. Tíu mínútum áður varð skjálfti á sömu slóðum upp á 2,0.

Jarðskjálftar á þessum slóðum við Reykjanestá hafa verið nokkuð algengir allt frá því jarðskjálftahrinan hófst sem leiddi til eldsumbrota í Fagradalsfjalli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á myndinni hér að ofan má sjá hvað jarðskjálftar hafa orðið á og við Reykjanesskagann frá áramótum en neðri myndin sýnir hvar skjálftar hafa átt upptök sín í júnímánuði. Eins og sjá má á efri myndinni er svæðið við Reykjanestá (hæl Reykjanesskagans) nokkuð öflugt jarðskjálftasvæði.