Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jörð skelfur við Reykjaneshrygg
Græn stjarna á kortinu er merki um skjálfta yfir 3 stig.
Föstudagur 4. apríl 2014 kl. 07:53

Jörð skelfur við Reykjaneshrygg

Jarðskjálftahrina hófst uppúr miðnætti á Reykjaneshrygg um 25-30 km frá landi við Geirfugladranga.

Jarðskjálftafræðingur Veðurstofunnar sagði í samtali við mbl.is að að erfiðara sé að staðsetja jarðskjálfta utan við mælanetið og því virðast skjálftarnir á vefkortunum dreifa sér um stærra svæði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stærsti skjálftinn mældist um 3,5 stig, en nokkrir skjálftar að stærð um 3 stig hafa mælst. Engar tilkynningar hafa borist um að skjálftinn hafi fundist, samkvæmt upplýsingum frá jarðskjálftafræðingi Veðurstofu Íslands.