Jörð skelfur við Reykjanes
Jarðskjálftar hafa verið tíðir utan við Reykjanes að undanförnu og einnig hefur verið órói við Krýsuvík. Klukkan rúmlega 8 í gærkvöldi mældist skjálfti 2,3 kíllómetra suðsuðvestur að Geirfuglaskeri á Reykjaneshrygg upp á 4,0 á Richter.
Klukkan rúmlega 4 í nótt greindist svo annar skjálfti tæplega 6 kílómetrum norðvestur af Geirfuglaskeri og var sá skjálftir 3,1 á Richter og urðu talsverðis eftirskjálftar í kjölfarið.
Annars eru jarðskjálftar nokkuð tíðir á þessum slóðum eins og sjá má á þessum myndum frá Veðurstofu Íslands þar sem sjá má skjálftavirkni síðustu 48 klukkustunda.