Jörð skelfur við Reykjanes
Á klukkustundar tímabili frá því um kl. 20:26 í kvöld og til kl. 21:58 hafa mælst fjórir jarðskjálftar af stærðinni 2,4 til 2,8 að stærð um þrjá kílómetra austur og norðaustur af Reykjanestá.
Stærsti skjálftinn mældist þegar klukkuna vantaði rúma mínútu í tíu í kvöld en hann var upp á 2,8 og mældist 3,3 km. austur af Reykjanestá.
Um er að ræða óyfirfarnar frumniðurstöður úr eftirlitskerfi Veðurstofu Íslands.
.