Jörð skelfur í Krýsuvík
All nokkur skjálftavirkni hefur verið við við Kleifarvatn og Sveifluháls undanfarnar tvær vikur. Yfir annan tug skálfta hafa mælst þar síðan í gærmorgun, flestir litlir. Á mánudag mældist einn sjálfti upp á þrjá á Richter 3,4 km NV af Krýsuvík. Í gær mældust þrír skálftar á tveimur á Richter og einn á 2,3.
Hrinur smáskjálfta eru algengar á þessum slóðum. Síðasti stóri skjálftinn á svæðinu mældist 5 á Richter en hann var í ágúst 2003.
Ljósmynd/elg - Frá Seltúni í Krýsuvík.