Jörð skelfur að nýju
Jarðskjálfta hefur orðið vart að nýju á Krýsuvíkursvæðinu. Nú síðdegis, kl. 17:20 varð vart skjálfta sem samkvæmt óyfirförnum niðurstöðum mældist 3,9 á Richter. Skjálftinn fannst víða á SV-horninu. Rúmri mínútu síðar kom annar skjálfti upp á 2,6 og mínútu síðar annar upp á 2,2 á Richter og síðan fjöldi smærri skjálfta.
Talsverð skjálftavirkni hefur verið á þessu svæði síðustu vikur.