Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jónína kjörin forseti bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar – Sigursveinn Bjarni formaður bæjarráðs
Jónína Magnúsdóttir hlaut sannkallaða eldskírn á sínum fyrsta fundi sem forseti bæjarstjórnar en um sannkallaðan maraþonfund var að ræða þegar nýr meirihluti tók til starfa og kosið var í nefndir og ráð sveitarfélagsins. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 11. júlí 2024 kl. 20:16

Jónína kjörin forseti bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar – Sigursveinn Bjarni formaður bæjarráðs

Anton og Magnús úti í kuldanum

Nýr meirihluti tók til starfa á 71. fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar sem fór fram nú undir kvöld. Jónína Magnúsdóttir, oddviti O-lista, var kjörin forseti bæjarstjórnar, og tók við stjórn fundarins úr hendi Einars Jóns Pálssonar, D-lista, sem var fyrsti forseti bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar. Sigursveinn Bjarni Jónsson, S-lista, tók við formennsku bæjarráðs og þá var uppstokkun á nefndum og ráðum sveitarfélagsins.

Sigursveinn Bjarni Jónsson, formaður bæjarráðs, kynnti samstarfsyfirlýsingu og áherslur nýs meirihluta D-, O- og S-lista.

Frekari umfjöllun um það sem fram fór á fundinum og viðtal við nýkjörin forseta bæjarstjórnarinnar, Jónínu Magnúsdóttir, verður birt á vef Víkurfrétta síðar í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024