Jóna Kristín forseti bæjarstjórnar Grindavíkur
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir er forseti nýrrar bæjarstjórnar Grindavíkur. Það var samþykkt á fundi bæjarstjórnar nú síðdegis. Þá var Garðar Páll Vignisson kjörinn fyrsti varaforseti og Sigmar Eðvarðsson annar varaforseti bæjarstjórnar.Bæjarráð Grindavíkur skipa Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Sigmar Eðvarðsson og Hallgrímur Bogason.






