Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Jón William Magnússon látinn
  • Jón William Magnússon látinn
Mánudagur 10. nóvember 2014 kl. 09:11

Jón William Magnússon látinn

Jón William Magnús­son for­stjóri andaðist á Land­spít­al­an­um við Hring­braut 7. nóv­em­ber, 73 ára að aldri. Hann fædd­ist á Strand­götu 17 í Ólafs­firði 16. des­em­ber 1940, son­ur hjón­anna Magnús­ar Jóns­son­ar sjó­manns frá Kálfsá og Guðlaug­ar Helgu Jó­hann­es­dótt­ur hús­móður frá Grund, bæði frá Ólafs­firði.

Jón William stundaði nám við Iðnskól­ann á Ólafs­firði árin 1956-1958 er hann flutti suður til Kefla­vík­ur, þá 17 ára að aldri, þar sem hann starfaði hjá Vélsmiðju Ol­sen og lauk þar sveins­prófi í vél­virkj­un árið 1963. Jón William lauk síðan meist­ara­prófi í pípu­lögn­um árið 1967. Hann stofnaði í kjöl­farið fyr­ir­tækið Rör­lagn­ir ásamt sam­starfs­mönn­um og var formaður fé­lags ís­lenskra pípu­lagn­inga­manna í nokk­ur ár frá ár­inu 1971.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jón William var mik­ill brautryðjandi í at­vinnu­rekstri og hafði sem slík­ur mik­il áhrif á sam­fé­lagið allt á Suður­nesj­um. Jón William stofnaði Ofna­smiðju Suður­nesja 13. fe­brú­ar 1972. Var fyr­ir­tækið rekið af fjöl­skyldu Jóns til árs­ins 2005 þegar það var selt eft­ir far­sæl­an rekst­ur í 33 ár en Ofna­smiðja Suður­nesja var í far­ar­broddi í fram­leiðslu ofna hér­lend­is frá stofn­un.

Jón William var einnig frum­kvöðull í ferðaþjón­ustu og stofnaði Hót­el Kefla­vík 17. maí 1986 ásamt fjöl­skyldu sinni og vann að upp­bygg­ingu þess til dán­ar­dags.

Eig­in­kona Jóns William var Unn­ur Ing­unn Steinþórs­dótt­ir hús­móðir, fædd 13. fe­brú­ar 1942, lát­in 6. sept­em­ber 2010. Þau eignuðust fjög­ur börn, Magnús, Steinþór, Guðlaugu Helgu og Davíð.

Útför Jóns Williams fer fram frá Kefla­vík­ur­kirkju 18. nóv­em­ber og hefst at­höfn­in klukk­an 13.