Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jón Ragnar stýrir Gerðaskóla
Föstudagur 15. mars 2024 kl. 04:38

Jón Ragnar stýrir Gerðaskóla

Jón Ragnar Ástþórsson hefur verið ráðinn skólastjóri Gerðaskóla en Jón hefur sinnt starfinu síðan í september 2023.

Jón Ragnar þarf vart að kynna fyrir ykkur eða Garðbúum en hann er fæddur og uppalinn Garðmaður. Jón hefur búið lengst af í Garðinum en bjó þó til skamms tíma í Keflavík og síðar í Danmörku þar sem hann stundaði nám.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jón hefur lokið BSc og MSc í markaðsfræði og stjórnun frá Copenhagen Business School ásamt því að hafa viðbótardiplóma í menntun framhaldsskólakennara frá Háskóla Íslands.

Jón hefur undanfarin ár verið kennari í Gerðaskóla en fyrir seinasta skólaár var hann ráðinn sem aðstoðarskólastjóri skólans en áður sinnti hann stjórnunarstöðum hjá Skólamat, sem rekstrarstjóri og sem innkaupastjóri hjá Samkaupum.

Starf skólastjóra í Gerðaskóla var auglýst laust til umsóknar 25.janúar og alls bárust 3 umsóknir um starfið.