Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jón ólafsson gefur Poppminjasafni risa-Fender
Föstudagur 1. september 2006 kl. 12:24

Jón ólafsson gefur Poppminjasafni risa-Fender

Keflvíkingurinn og viðskiptamaðurinn Jón Ólafsson mun í tilefni Ljósanætur færa Poppminjasafni Íslands að gjöf risagítar í Gryfjunni í Duushúsum kl. 18:45 í dag.

Gítarinn er 3,80 m eftirgerð af Fender Telecaster en þeir sem smíðuðu hann eru: Jón Adolf Steinólfsson, Gunnar Örn Sigurðsson, Sigurþór Stefánsson, Stefán Ívar Ívarsson, Þórarinn Sigvaldason og Örvar Franz Ægisson. Gripurinn var til sýnis á handverkssýningunni í Hrafnagili fyrr í sumar en þar var þemað tónlist. Að sögn Sigurþórs kviknaði hugmyndin að gítarnum þegar þeir félagarnir heyrðu hvert þemað yrði á hátíðinni. Þeir félagar eru allir útskurðarmenn og hittast 1 sinni í viku til þess að skera út. Þeir kalla sig Einstaka og hafa unnið saman í 6 ár.  Smíði gítarsins tók ekki langan tíma eða 1 og hálfan mánuð.

Við afhenginguna munu þeir félagar leika á gítarinn. Sigrún Ásta Jónsdóttir forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar og Poppminjasafnsins mun taka við honum og mun gítarinn standa á sýningu þess Stuð og friður sem nú stendur yfir í Gryfjunni.

 

Mynd: Valgerður Björk Pálsdóttir skoðar Fender-inn á Poppminjasafninu í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024