Jón Oddur tók gullið
Ungur sundmaður úr Sunddeild Njarðvíkur, Jón Oddur Sigurðsson, sigraði í 100m bringusundi á sterku alþjóðlegu móti í Edinborg nú um helgina.Jón Oddur keppti í flokki 15-16 ára og má með sanni segja að það sé ein af hans bestu greinum. Í 200m bringusundi keppti hann í opnum flokki og varð í 8. sæti. Þá keppti hann einnig í 200m fjórsundi og 100m baksundi og náði þar ágætis árangri.Jón Oddur er mjög fjölhæfur sundmaður og hefur mikla hæfileika sem hann þarf að leggja rækt við í komandi framtíð.Íslenski unglingalandsliðshópurinn sem fór á þetta mót, stóð sig frábærlega og vann til fjölda verðlauna.