Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jón Norðfjörð framkvæmdastjóri Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja
Fimmtudagur 16. júní 2011 kl. 22:28

Jón Norðfjörð framkvæmdastjóri Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja

Jón Norðfjörð hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja. Starfið var auglýst laust til umsóknar 2. apríl sl. Ráðgjafarfyrirtækið Intellecta annaðist umsjón með auglýsingu og úrvinnslu umsókna en alls bárust 45 umsóknir um starfið sem var m.a. auglýst í Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og Víkurfréttum.
 

Jón Norðfjörð hefur víðtæka reynslu þegar kemur að helstu áhersluatriðum stjórnar, segir Ríkharður Ibsen, stjórnarformaður Kölku, í samtali við Víkurfréttir

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Við mat á hæfnisþáttum var megináhersla lögð á reynslu af stjórnun og fyrirtækjarekstri, en einnig á þekkingu eða reynslu af breytingastjórnun og/eða endurskipulagningar fyrirtækja.


„Jón Norðfjörð hefur áratuga árangursríka og farsæla reynslu af framkvæmdastjórn og fyrirtækjarekstri ásamt margra ára þátttöku í stjórnum opinberra fyrirtækja.

Jón Norðfjörð var m.a. varðstjóri í slökkviliði Keflavíkurflugvallar og slökkviliðsstjóri í Sandgerðisbæ um 14 ára skeið og hann var framkvæmdastjóri Skipaafgreiðslu Suðurnesja ehf.  í 25 ár. Síðastliðin 5 ár hefur Jón tekið að sér ýmis verkefni og stjórnarstörf í fyrirtækjum þar sem m.a. hefur verið tekist á við uppbyggingu og endurskipulagningu á starfsemi og rekstri s.s. hjá Sandgerðisbæ, Isavia ohf., og hjá Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. þar sem Jón er einn af þremur fulltrúum stjórnar í ítarlegu endurskoðunarferli á rekstri fyrirtækisins.  

Hann hefur reynslu af því að taka á erfiðum málum og hafa forystu um ýmsar stefnumótandi breytingar sem hafa leitt til hagsbóta fyrir þau fyrirtæki þar sem hann hefur starfað og setið í stjórn. Jón Norðfjörð hefur einnig þekkingu á starfsemi Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, en hann sat í stjórn fyrirtækisins í sjö ár. Í umsögnum fær Jón afar góðan vitnisburð hvað varðar sjálfstæði, frumkvæði, metnað og árangursdrifni.  Hann fær enn fremur mjög góðar umsagnir sem stjórnandi,“ segir Ríkharður Ibsen aðspurður um ráðningu framkvæmdastjórans.



Auglýsingin um starf framkvæmdastjóra Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.