Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jón Haukur Hafsteinsson ráðinn aðstoðarskólastjóri Stapaskóla
Jón Haukur Hafsteinsson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri Stapaskóla
Föstudagur 20. mars 2020 kl. 13:55

Jón Haukur Hafsteinsson ráðinn aðstoðarskólastjóri Stapaskóla

Jón Haukur Hafsteinsson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri með sérhæfingu á grunnskólastigi í Stapaskóla.

Jón Haukur lauk B.Sc. í íþróttafræði frá Kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík árið 2009. Hann er með kennsluréttindi á grunn- og framhaldsskólastigi auk þess sem hann hefur lokið viðbótardiplómu í Stjórnun menntastofnana frá Háskóla Íslands árið 2015.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jón Haukur hefur starfað í Háaleitisskóla í Reykjanesbæ frá árinu 2009 m.a. sem íþróttakennari, forstöðumaður sérdeildar Goðheima og í þrjú ár sem aðstoðarskólastjóri.