Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jón Guðlaugsson fastráðinn í stöðu slökkviliðsstjóra
Fimmtudagur 14. maí 2009 kl. 12:51

Jón Guðlaugsson fastráðinn í stöðu slökkviliðsstjóra

Jón Guðlaugsson hefur fastráðinn í stöðu slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja. Þetta var ákveðið á fundi stjórnar BS í liðinni viku. Tveir sóttu um stöðuna en auk Jóns sótti Þorvaldur Auðunsson um starfið. Jón var settur í starfið fyrir um ári síðan þegar Sigmundur Eyþórsson sagði starfi sínu lausu sem slökkviliðsstjóri.

Það var ákvörðun stjórnar Brunavarna Suðurnesja að auglýsa starfið eingöngu innanhúss hjá Brunavörnum Suðurnesja. Jón var ráðinn með öllum atkvæðum stjórnar. Í bókun frá stjórnarfundi BS segir:

„Á 202. stjórnarfundi Brunavarna Suðurnesja var ákveðið að ráða Jón Guðlaugsson, settan slökkviliðsstjóra, í stöðu slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja. Óskar stjórnin Jóni farsældar í þeim verkefnum sem framundan eru og góðu samstarfi eins og undanfarin ár.“
Undir þetta ritar Gunnar Stefánsson, formaður stjórnar Brunavarna Suðurnesja.

Mynd: Jón Guðlaugsson á vettvangi Aðalstöðvar-brunans fyrir fáeinum árum.

Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024