JÓN FÁI VÍNVEITINGALEYFI
Úrskuðrarnefnd áfengismála hefur úrskurðað að ákvörðun Bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að hafna Strikinu ehf. um vínveitingaleyfi fyrir Grófina 8 í Keflavík skuli felld úr gildi. Jafnframt leggur úrskuðrarnefndin til að Jóni M. Harðarsyni fyrir hönd Striksins ehf. verði veitt áfengisleyfið samkvæmt umsókn.Netútgáfa Víkurfrétta hefur ekki fengið úrskuðrinn í hendur en dómsmálaráðuneytið lagði fram úrskurðinn í dag. Samkvæmt heimildum netútgáfu Víkurfrétta tók bæjarráð Reykjanesbæjar málið fyrir nú síðdegis og vísaði málinu til aukabæjarstjórnarfundar sem hefur verið boðaður á föstudag kl. 17.