Jón dregur uppsögnina til baka
Erna Sveinbjarnardóttir var ráðin skólastjóri Gerðaskóla á aukafundi hreppsnefndar Gerðahrepps í gær. Afgreiðsla á umsóknum um stöðu aðstoðarskólastjóra var frestað en Jón Ögmundsson, aðstoðarskólastjóri dró uppsögn sína til baka.
Einar Valgeir Arason, fráfarandi skólastjói og Jón Ögmundsson, aðstoðarskólastjóri sögðu upp vegna óánægju með skerðingu á launum í síðustu kjarasamningum. Einar lætur af störfum um áramót. Fulltrúar foreldra afhentu skólastjóra og aðstoðarskólastjóra undirskriftalista með undirskriftum 80 foreldra þar sem þeir voru hvattir til að draga uppsagnir sínar til baka. Jón Ögmundsson dró sína uppsögn til baka og sagðist vona að launamálin kæmust í lag en Einar hefur verið ráðinn kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Einar Valgeir Arason, fráfarandi skólastjói og Jón Ögmundsson, aðstoðarskólastjóri sögðu upp vegna óánægju með skerðingu á launum í síðustu kjarasamningum. Einar lætur af störfum um áramót. Fulltrúar foreldra afhentu skólastjóra og aðstoðarskólastjóra undirskriftalista með undirskriftum 80 foreldra þar sem þeir voru hvattir til að draga uppsagnir sínar til baka. Jón Ögmundsson dró sína uppsögn til baka og sagðist vona að launamálin kæmust í lag en Einar hefur verið ráðinn kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.