Jón Baldvin hvetur A-listafólk til sóknar
Fjölmenni var á kosningaskrifstofunni hjá A-listanum í Reykjanesbæ í kvöld á fundi með Jóni Baldvini Hannibalssyni, sem tekur ekkert mark á skoðanakönnunum og hvetur A-listafólk til sóknar þessa daga sem eftir eru fyrir kosningar. Hátt í 300 manns voru mættir á fundinn til skrafs og ráðagerða með hinum fornfræga krataforingja.
„Í fyrsta lagi er ég alræmdur fyrir það að taka ekkert mark á skoðanakönnunum, ég hef séð það svartara og hef ekki aðeins sannfæringu fyrir því heldur reynslu fyrir því líka, að það er hægt að breyta miklu frá skoðnanakönnunum til niðurstöðu kosninga á tiltölulega skömmum tíma ef rétt er á málum haldið“, sagði Jón Baldvin í samtali við Víkurfréttir eftir fundinn í kvöld, þegar hann var inntur eftir því hvernig honum litist á hið pólitíska landslag í Reykjanesbæ, með hliðsjón af því sem síðustu skoðanakannanir hafa sýnt.
„Það var mjög auðvelt fyrir fyrrverandi formann Alþýðuflokksins að koma á fund hjá A-listanum, þegar vinir mínir hér á Suðurnesjum fóru þess á leit við mig að ég messaði svolítið yfir þeim með það að reka af sér slyðruorðið og hræðast ekki þann áróður íhaldsins að kratar og framsóknarmenn geti ekki starfað saman með góðu móti. Þvert á móti nefndi ég einmitt ýmis söguleg dæmi þar sem þessir tveir flokkar hafa unnið saman þrátt fyrir ágreining um ýmis mál. Besta dæmið er kannski almannatryggingalögin 1936 í ríkisstjórnarsamstarfi þessara flokka en þau eru hvorki meira né minna en hornsteinn íslenska velferðarríkisins“, sagði Jón Baldvin.
„Ég var að reyna svolítið að blása þeim í brjóst kjark og baráttuhug, því þetta eru þýðingarmiklar kosningar, bæði fyrir sveitarfélögin núna og ekki síst í aðdraganda Aþingiskosninga á næsta ári þar sem verður að vera uppgjör við þessa ríkisstjórn“, sagði Jón Baldvin ennfremur.
Mynd: Jón Baldvin og Bryndís Schram á góðri stund með helstu frambjóðendum A-listans eftir fundinn í kvöld . VF-mynd: elg
„Í fyrsta lagi er ég alræmdur fyrir það að taka ekkert mark á skoðanakönnunum, ég hef séð það svartara og hef ekki aðeins sannfæringu fyrir því heldur reynslu fyrir því líka, að það er hægt að breyta miklu frá skoðnanakönnunum til niðurstöðu kosninga á tiltölulega skömmum tíma ef rétt er á málum haldið“, sagði Jón Baldvin í samtali við Víkurfréttir eftir fundinn í kvöld, þegar hann var inntur eftir því hvernig honum litist á hið pólitíska landslag í Reykjanesbæ, með hliðsjón af því sem síðustu skoðanakannanir hafa sýnt.
„Það var mjög auðvelt fyrir fyrrverandi formann Alþýðuflokksins að koma á fund hjá A-listanum, þegar vinir mínir hér á Suðurnesjum fóru þess á leit við mig að ég messaði svolítið yfir þeim með það að reka af sér slyðruorðið og hræðast ekki þann áróður íhaldsins að kratar og framsóknarmenn geti ekki starfað saman með góðu móti. Þvert á móti nefndi ég einmitt ýmis söguleg dæmi þar sem þessir tveir flokkar hafa unnið saman þrátt fyrir ágreining um ýmis mál. Besta dæmið er kannski almannatryggingalögin 1936 í ríkisstjórnarsamstarfi þessara flokka en þau eru hvorki meira né minna en hornsteinn íslenska velferðarríkisins“, sagði Jón Baldvin.
„Ég var að reyna svolítið að blása þeim í brjóst kjark og baráttuhug, því þetta eru þýðingarmiklar kosningar, bæði fyrir sveitarfélögin núna og ekki síst í aðdraganda Aþingiskosninga á næsta ári þar sem verður að vera uppgjör við þessa ríkisstjórn“, sagði Jón Baldvin ennfremur.
Mynd: Jón Baldvin og Bryndís Schram á góðri stund með helstu frambjóðendum A-listans eftir fundinn í kvöld . VF-mynd: elg