Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jón Baldvin Hannibalsson flytur erindi í Víkinni í Reykjanesbæ
Mánudagur 25. febrúar 2008 kl. 10:23

Jón Baldvin Hannibalsson flytur erindi í Víkinni í Reykjanesbæ

Í vetur hefur Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis staðið fyrir röð fyrirlestra um brýn þjóðfélagsmál. Fyrirlestrarnir hafa verið haldnir síðasta fimmtudagskvöld hvers mánaðar.

Sérfræðingar á sviði viðskipta-, stjórnmála- og atvinnulífs hafa miðlað af reynslu sinni og þekkingu og efnt hefur verið til líflegra umræðna í kjölfarið.

Næstkomandi fimmtudagskvöld 28. febrúar flytur Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra fyrirlestur er ber yfirskriftina: “Hvers konar Þjóðfélag ? Hver fyrir sig  ? eða  einn fyrir alla  -allir fyrir einn ?”.

Fyrirlesturinn hefst kl. 20 og er haldinn í Víkinni, húsi verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Boðið er upp á kaffiveitingar og sem fyrr líflegar umræður. Fundarstjóri verður sr. Björn Sveinn Björnsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024