Jómfrúarflug TF-KFF hjá Flugakademíu Keilis
Nýjasta kennsluvél Flugakademíu Keilis TF-KFF flaug jómfrúarflug sitt á Íslandi þann 4. júní 2014. Starfsfólk slökkviliðs Isavia á Keflavíkurflugvelli tók á móti vélinni með konunglegri viðhöfn eftir fyrsta flugið.
Um er að ræða fullkomna Diamond DA20-C1 Eclipse vél sem er meðal annars búin Garmin 500 tölvubúnaði sem skilar öllum flugupplýsingum rafrænt upp á tvo stóra skjái. Vélin bætist við ört vaxandi kennsluflota Flugakademíu Keilis, en skólinn hefur nú um að ráða þrjár vélar af gerðinni DA20, tvær DA40 og eina DA42, sem er fullkomnasta kennsluvél á landinu.