Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Jólunum frestað í Innri Njarðvík
Mánudagur 29. nóvember 2010 kl. 12:15

Jólunum frestað í Innri Njarðvík

Jólunum hefur verið frestað í Innri Njarðvík. A.m.k. stendur ekki til að setja upp opinberar jólaskreytingar í ljósastaura eins og tíðkast hefur undanfarin ár. Eina opinbera skreytingin er jólatré með rauðum ljósum framan við Njarðvíkurkirkju.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á dögunum mátti sjá menn með tæki og tól við ljósastaura að setja upp fallegar ljósaskreytingar. Skreytingameistararnir fóru hins vegar ekki lengra en á Fitjar þar sem ljósabjalla er sú opinbera skreyting sem næst kemst innri Njarðvík.

„Ekki stendur til að fara lengra inn í Njarðvík þetta árið vegna hagræðingar,“ segir Guðlaugur H. Sigurjónsson, framkvæmdarstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs, við fyrirspurn Víkurfrétta.

Íbúar í Innri Njarðvík verða því að vera duglegir að skreyta sjálfir vilji þeir á annað borð njóta jólaljósa utandyra. Jólalýsing verður a.m.k. ekki í boði Reykjanesbæjar þetta árið.

Tengingar fyrir jólaskraut eru hins vegar tilbúnar í fjölmörgum ljósastaurum í Innri Njarðvík. Það þarf því ekkert annað en að hengja upp skrautið og stinga í samband þegar peningar finnast til að skreyta hverfið.

Myndir: Hilmar Bragi